Ástin liggur ekkert í dvala í sumar, eins og góða veðrið gerir. Nokkur pör hafa skráð sig í samband það sem af er sumri eða trúlofað sig, á meðan önnur undirbúa brúðkaup sitt.
Söngparið Snorri Snorrason og Heiða Ólafs er nýlega trúlofað. Þau hafa verið saman í nokkur ár og eiga saman einn son. Nýlega sendu þau frá sér fallega ábreiðu af lagi John Denver, Annie’s Song, við íslenskan texta eftir Kristin Kristinsson heitinn (Lilli popp). „Ástin er okkur hugleikin þessa dagana,“ segir hið nýtrúlofaða par.