fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

„Ég hugsaði til ljósmæðra, eins og ég hafði gert á hverjum degi eftir að eldri dóttir mín fæddist andvana“

Mæður.com
Mánudaginn 23. júlí 2018 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 „Ljósmóðir. Orðið sem var kosið fallegasta orð íslenskrar tungu. „Tvö fallegustu hugtök veraldar sett í eitt,“ skrifar Sigrún Ásta í færslu sinni á maedur.com.

Ég sat í bílnum mínum og hugsaði til ljósmæðra, eins og ég hafði gert á hverjum degi eftir að eldri dóttir mín fæddist andvana. Án ljósmæðranna sem hjálpuðu okkur hjónum í gegnum fæðinguna hefði hún verið enn verri, þótt það sé varla hægt að ímynda sér það. Ásthildur stóð upp úr, en hún tók á móti litla englinum okkar og gerði allt til þess að okkur liði vel. Áður en hún fór heim eftir vaktina, sem var löngu liðin, lét hún mig fá símanúmerið sitt. Sagði mér að hringja hvenær sem væri, hvort sem það væri um dag eða nótt. Hún væri alltaf til staðar.

Hún var fyrsta manneskjan sem ég sagði að við ætluðum að eignast annað barn strax. Hún sagði um leið að hún tæki mig í sónar hvenær sem er. Ég hef ekki töluna á því hversu oft ég fór til hennar í tjékk, allt frá 4 viku meðgöngu til loka hennar. Hún var mér sem önnur móðir, ljós-móðir. Taldi mér trú um að ég fengi litla ljósið mitt, hana Ölmu.

Frá byrjun meðgöngu til enda hennar stóð hún mér við hlið. Hún sagði mér frá því að hún hefði pantað sér ferð til útlanda, loksins fengi hún smá frí, en hafði hugsað til mín og hvort hún myndi nokkuð vera úti þegar Alma fæddist. Hún vildi taka á móti henni, þannig myndi hún ná sinni lokun.

4. janúar 2018 rennur í garð og ég fer í mína vikulegu mæðraskoðun. Ljósmóðirin í mæðraverndinni fann að ekki væri allt eins og það ætti að vera, eða þannig, og sendi mig strax í sónar til Ásthildar. Þessi kona hefur nú sagt upp störfum og misstu barnshafandi konur þar af leiðandi gimsteinin sem hún er.

Ég fer í sónar og þá er það staðfest, Alma er farin að snúa sér. Mín versta martröð síðustu 37 vikna er að renna upp. Ég er að fara að missa annað barn. Ásthildur kallar á fæðingarlæknir, en fer heim á meðan. Fæðingarlæknirinn kemur, segist ætla að skera mig upp, og ég legg af stað heim. Hún sagði mér svo að hún hafi óskað eftir því að Alma væri sótt þá og þegar.

Hún var kölluð á vakt um miðja nótt í fæðingu. Hún fór ekki heim fyrr en um kl. 21, en hún hafði beðið eftir því að ég vaknaði eftir svæfinguna. Daginn eftir kom hún ásamt mæðraverndarljósmóðurinni í heimsókn. Þær komu með gjöf. Í dag eru þær báðar Facebook vinkonur mínar og fylgjast með því sem við fjölskyldan erum að gera. Setja hjörtu á myndirnar af Ölmu.

Orð fá því ekki lýst hversu mikilvægar ljósmæður hafa verið mér. Þær hafa komið mér í gegnum bæði verstu og bestu reynslur lífs míns. Þær taka þátt í stærstu augnablikum í lífi foreldra. Þær vinna undir gríðarlegu álagi. Þær vinna með líf. Ég tel að ljósmæður séu ekki greiddar í samræmi við starf, reynslu, nám og hlutverk.

Ég styð ljósmæður.

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Hægt er að fylgjast með Sigrún Ástu á Snapchat og Instagram: sigrunastaa

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“

„Hann virkar á mig sem temmilegur fáviti“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular

Þetta er aðalástæðan fyrir að tennurnar verða gular