Þýska parið Annette Seiltgren óperusöngkona og Wolfram Morales framkvæmdastjóri Sparkassen bankanna í Þýskalandi ákváðu að láta ekki hægfara stjórnsýslu í heimalandinu koma í veg fyrir hjónabandið, en í Þýskalandi getur tekið marga mánuði að fá tíma hjá fógeta til að gifta.
Kom upp sú hugmynd að ferðast til Íslands og gifta sig í Reykjavík. Þegar þau heyrðu að biðin þar gæti einnig orðið drjúg, ákváðu þau að slá til og fara í skemmtiferð til Siglufjarðar og gifta sig þar, eftir að kunningi þeirra sagði þeim að sýslumaður þar gæti gift þau með stuttum fyrirvara.
Kristín Sigurjónsdóttir KS-Art Photography á Siglufirði sá um mynda brúðhjónin, sem giftu sig á Sigló hótel.