„Þakklæti hefur góð áhrif á líkamlega, andlega og tilfinningalega líðan okkar. Allir ættu því að temja sér að vera þakklátir,“ skrifar Heiðrún Gréta í færslu sinni á maedur.com.
Ef það er eitthvað sem mér finnst vera erfitt í lífinu þá er það að vera þakklát fyrir það sem ég hef þegar alheimurinn virðist hella úr skálum vandræða yfir mig. Það að finna fyrir þakklæti i miklu mótlæti er ótrúlega erfitt og er eiginleiki sem þarf að vinna í að finna hjá sér á hverjum degi.
Það eru til mismunandi leiðir til þess að finna það sem maður er þakklátur fyrir það í lífinu en það hentar mér best að telja upp fimm hluti sem veita mér hamingju og þakklæti í þeim aðstæðum sem ég er í hverju sinni.
Ég er til dæmis mjög þakklát fyrir manninn minn, börnin mín, fjölskylduna mína, vinkonur mínar og Maedur.com.
Það er líka hægt að telja upp einn hlut fyrir hvern dag sem líður og jafnvel skrá þá niður í litla dagbók.
Oft hjálpar að setjast niður, loka augunum, anda rólega og hugsa um það sem veitir manni ánægju í lífinu. Sumir fara í göngutúr og öðrum finnst best að hlusta á tónlist á meðan þetta er gert.
„Það er gæfulegt að finna til þakklætis fyrir það sem við höfum, heppni okkar og góðsemi annarra, og kunna að þakka. Þakklæti beinist að þeim sem gefur en gjöfin getur verið hvaðeina: fé, vináttuvottur, samúð, orð, aðstoð, samvera og virðing“
Færslan birtist upphaflega á Mæður.com
Hægt er að fylgjast með Heiðrúnu Grétu á Snapchat: heibbaleibba og Instagram: heidrun.greta