fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025

Prins Louis skírður í dag

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prins Louis, sem er orðinn 11 vikna gamall, verður skírður í dag af erkibiskupnum af Canterbury í fámennri fjölskylduathöfn í St. James´s höll. Louis er fimmti í röðinni sem erfingi bresku krúnunnar.

Verður þetta í fyrsta sinn sem fimm manna fjölskylda hans og foreldra hans, hertogans og hertogaynjunnar af Kent, mun sjást opinberlega.

Stóra systir Charlotte smellir kossi á Louis.

Athöfnin sem mun taka fjörutíu mínútur mun fara fram kl. 16 í dag að staðartíma og það er erkibiskupinn af Canterbury, Justin Welby, sem mun stjórna henni í konunglegu kapellunni í St. James höllinni.

Louis verður klæddur í sama skírnarkjól og eldri systkini hans, George og Charlotte, klæddust. Hann er eftirlíking af skírnarkjól, sem gerður var fyrir Victoriu, elstu dóttur Victoriu drottningar, árið 1841.

Gestalistinn er ekki opinber ennþá, en konunglegar skírnarathafnir eru vanalega fámennar fjölskylduathafnir. Líklegt er að prins Harry og Meghan Markle, hertoginn og hertogaynjan af Sussex, verði við athöfnina, en Meghan var skírð og fermd af erkibiskupnum í sömu kapellu í mars síðastliðnum. Einnig er talið að systir Kate, Pippa Matthews, verði viðstödd, en hún er barnshafandi.

Einnig er eftir að tilkynna hverjir verða guðforeldrar Louis, en ef marka má skírn systkina hans, þá verða þeir nánir vinir prins William og Kate.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ákveðnir leikmenn Manchester United í spes WhatsApp hóp

Ákveðnir leikmenn Manchester United í spes WhatsApp hóp
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin

Svona getur kaffi örvað efnaskiptin
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið