Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður og Jenný Borgedóttir leikskólakennari endurnýjuðu hjúskaparheit sín í lok júní.
Í viðtali við Morgunblaðið árið 2005 sagði Magnús Þór að hann byggi með tilfinningalegum veðurfræðingi og að yrkisefni hans í tónlistinni væru gjarnan sótt í samband þeirra. „Og ég lít svo á að ætli maður að verja tíma sínum í að vera með annarri manneskju í kannski 30-40-50 ár þá verður það að vera rétt manneskja. Annars á maður að sleppa því.“
Greinilegt er að í tilviki þeirra beggja þá er hinn aðilinn rétta manneskjan. Fjölskylda og vinir fögnuðu parinu og ástinni á heimili þeirra í Hveragerði þar sem þau búa í nálægð við náttúruna.