fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Ragga nagli: „Það sem gefur langtímaárangur er að tileinka sér færni“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um hver besta leiðin er til að breyta lífi þínu.

Besta leiðin til að breyta lífi þínu er að breyta bara einu í einu.

Með því að mastera eina heilsuvenju í einu og endurtaka ferlið fyrir næstu venju.

Þegar þú lærir á gítar þá byrjarðu á að læra nóturnar.
Gripin.
Hljómana.

Eftir einhverja mánuði eða ár geturðu glamrað lagstúf.
Eftir fleiri mánuði geturðu spilað utanbókar.
Síðan geturðu tekið við óskalögum í partýum.

„Spilaðu eitthvað sem allir þekkja“ garga þeir.

Og enn síðar farið að semja þín eigin lög.

Það blóðgar enginn fingurna í sólóspili á fyrstu vikunni í tónfræði.

Það mætir enginn á fyrsta degi í Tónskóla Garðabæjar, leggst í gólfið og lætur gítarinn grenja.

Það pikkar enginn upp gítar í fyrsta skipti í Tónabúðinni í Skipholti og spilar Stairway to heaven.

Þú þarft að tileinka þér færni, tækni, þekkingu.
Þú slærð feilnótur. Gerir mistök. Missir gítarnöglina. Spilar rammfalskt.
Þú æfir þig og æfir þig og æfir þig.
Þú færð kennslu.
Þú lærir af mistökunum.
Þú gerir færri og færri mistök.
Glamrið fer að mynda heil lög.

Sama gildir um að tileinka sér nýja heilsuhegðun eins og að breyta mataræðinu.

Það er eins og að læra á hljóðfæri eða nýtt tungumál.

Lykilatriðið til að ná langvarandi árangri og festa heilsuhegðun í sessi er að nálgast það eins og að læra nýja færni.

Þú byrjar á grunnatriðunum.

?Borða 3-4 máltíðir á dag
?Prótíngjafi í hverri máltíð
?Setjast niður í hverri máltíð
?Finna fyrir hungri 30-60 mínútur fyrir máltíð
?Skipta í minni diska og hnífapör
?Hætta að borða þegar þú ert passlega saddur

Þegar þú hefur náð tökum á grunnatriðum og þau fljóta eins og ómþýður djass á Rás 1 geturðu farið að bæta við.
Þú æfir þig og æfir þig.
Þú gerir mistök en nýtir þau sem lærdóm.
Hvað virkar. Hvað virkar ekki.

Megrunarröddin skilur ekki þessa nálgun og hamast á hjarnanum eins og krakki í nammibúð.

Hún vill að þú masterir allar máltíðir dagsins fyrstu vikuna í nýjum kúr eins og fagmaður í faginu.
Allt annað er klúður af þinni hálfu og lýsir þínum innri manni sem landeyðu og sóun á súrefni.
Hvert át á að vera stjörnum prýdd hollusta frá A til Ö.
Þú nærist svo mikið í núvitund að Gummi Ben er fenginn til að lýsa viðburðinum.

Megrunarröddin vill óraunhæfa 100% frammistöðu í stuttan tíma.
En það sem gefur langtímaárangur er að tileinka sér færni sem þú getur plokkað upp úr rassvasanum undir hvaða kringumstæðum sem er.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hefur verið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli í rúma fjóra sólarhringa – Án brottfararspjalds og getur hvorki keypt sér vott né þurrt

Hefur verið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli í rúma fjóra sólarhringa – Án brottfararspjalds og getur hvorki keypt sér vott né þurrt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dagný: „Við erum að mörgu leyti að elta allan leikinn“

Dagný: „Við erum að mörgu leyti að elta allan leikinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ingibjörg: „Mjög svekkjandi að stela ekki sigrinum“

Ingibjörg: „Mjög svekkjandi að stela ekki sigrinum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skildi við eiginkonu sína til margra ára og barnaði frænku hennar – Hafði þegið peninga frá hjónunum í mörg ár á undan

Skildi við eiginkonu sína til margra ára og barnaði frænku hennar – Hafði þegið peninga frá hjónunum í mörg ár á undan
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Máttu birta nöfn brotlegra báta

Máttu birta nöfn brotlegra báta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stjarna látin fyrir fimmtugt – Dánarorsök gefin út

Fyrrum stjarna látin fyrir fimmtugt – Dánarorsök gefin út
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmungar Íslands það sem af er – Myndskeið

Hörmungar Íslands það sem af er – Myndskeið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sonur „byssumannsins í Grindavík“ stígur fram – „Hvernig stendur á því að pabbi sem er byssulaus þarna sé tekinn svona?“

Sonur „byssumannsins í Grindavík“ stígur fram – „Hvernig stendur á því að pabbi sem er byssulaus þarna sé tekinn svona?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.