fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Blaka.is: Lilja Katrín bakar fyrir ævintýralega litríkt þriggja ára afmæli Önnu Alexíu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, fjölmiðlakona og baksturssnillingur, sér um heimasíðuna Blaka.is. Nýlega átti dóttir hennar, Anna Alexía, þriggja ára afmæli og að sjálfsögðu sá Lilja Katrín um að baka fyrir veglega veislu.

Dóttirin óskaði eftir litríku afmæli, einhyrningaköku með fullt af nammi og sleikjóum.

Litla barnið mitt, hún Anna Alexía, varð þriggja ára þann 22. júní síðastliðinn. Þetta var dagur sem okkar kona var búin að bíða eftir með óþreyju og vorum við mæðgur búnar að liggja yfir alls kyns kökumyndum til að ákveða hvað skildi vera á boðstólnum.

Anna er stærsti persónuleiki sem ég þekki. Hún er mjög ákveðin, skapstór, geðgóð þess á milli, með ímyndunarafl á við fimm hundruð einhyrninga og með fallegasta bros hjá þriggja ára barni sem til er. Því setti ég mikla pressu á mig sjálfa að bregðast henni ekki þegar kom að veitingum í barnaafmælinu.

Hún vildi fá litríkt afmæli, svo vægt sé til orða tekið. Hún vildi líka fá einhyrningaköku með fullt af nammi og sleikjóum. Með þessa vitneskju í farteskinu fór ég af stað og reyni að búa til litríkasta og ævintýralegasta veitingaborð sem mér datt í hug.

Mig langaði að gera þúsund hluti, en náði að halda aftur af mér og gera temmilega nóg fyrir gestina. En rosalega var það erfitt því auðvitað langaði mig að gefa henni allan heiminn á fati. Það góða við að stoppa sig af er samt að maður á þá nóg inni fyrir næsta afmæli. Í fyrra bað hún um Frozen-afmæli og var svo sjúklega ánægð með það að ég vissi að ég þyrfti að toppa mig í ár.

Anna kom heim þegar ég var búin að stilla öllu upp á borðinu. Mig langaði að hafa það þannig þegar hún kæmi heim svo ég gæti komið henni á óvart. Ég var mjög stressuð þegar hún labbaði inn í eldhús en stressið breyttist fljótt í gleði þegar hún kom inn, staldraði við og byrjaði síðan að hoppa og hrópa af gleði: Einhyrningakaka! Einhyrningakaka! Hún var svo endalaust ánægð með mömmu sína og veisluna að það hálfa væri nóg. Og ég er svo endalaust ánægð með að

Veisluborðið.

Það sem ég bauð upp á var regnbogamarengs, regnbogabollakökur, litríkir sykurpúðar, Rice Krispies-einhyrningar, regnbogasmákökur, litríkur einhyrningakúkur sem er í raun heimagert Twix og svo náttúrulega sjálf einhyrningakakan. Reyndar var ég líka með skinkuhorn og pretzels, sem ég geri mjög oft, en sleppti því að dúndra matarlit í það. Hvað varðar einhyrningakökuna þá gerði ég bara hefðbundna svampbotna, sjá uppskrift hér, og smjörkrem með hvítu súkkulaði, en uppskrift að því má sjá hér. Einhyrningahornið sjálft er vöffluform fyrir ís sem ég þakti með smjörkremi og kökuskrauti.

Uppskrift að hinu góðgætinu má svo finna hér fyrir neðan. Góða skemmtun!

Litríkir sykurpúðar

Regnbogamarengs

Regnbogabollakökur

Krem á bollakökur

Rice Krispies-einhyrningar

Regnbogasmákökur

Einyrningakúkur – botn

Einhyrningakúkur – karamella

Einhyrningakúkur – súkkulaði

Instructions

Litríkir sykurpúðar

  1. Dýfið sykurpúðunum upp úr vatni og þerrið þá örlítið þannig að þeir séu rakir.
  2. Veltið púðunum upp úr Jello-duftinu og leggið á smjörpappír til þerris.

Regnbogamarengs

  1. Hitið ofninn í 140°C. Teiknið tvo jafnstóra hringi á smjörpappír (mínir voru 18 sentímetra stórir) og snúið pappírnum við þannig að hringirnir sjáist í gegn. Leggið smjörpappírinn á ofnplötu.
  2. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær freyða og blandi svo cream of tartar saman við. Stífþeytið eggjahvíturnar.
  3. Blandið sykrinum varlega saman við, sirka einni matskeið í einu, og stífþeytið marengsinn þar til sykurinn hefur leysts upp.
  4. Skiptið marengsblöndunni í nokkrar mismunandi skálar og litið með mismunandi matarlit. Setjið hvern lit í sprautupoka og klippið op á hornið á pokanum.
  5. Sprautið síðan litunum hér og þar á hringina sem þið voruð búin að teikna á smjörpappírinn þar til þeir eru tilbúnir.
  6. Bakið botnana síðan í 40-45 mínútur. Opnið ofninn og leyfið botnunum að kólna í ofninum. Ég þeytti síðan rjóma og smá flórsykur saman og skellti á milli botnanna.

Regnbogabollakökur

  1. Hitið ofninn í 180 °C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín.
  2. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið.
  3. Blandið vanilludropum, múskati, banönum og sýrðum rjóma út í og hrærið vel saman.
  4. Raðið bollakökuformum á ofnplötu og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 15-20 mín. Kælið kökurnar áður en þær eru skreyttar.

Krem á regnbogabollakökur

  1. Þeytið smjörið í 4-5 mínútur. Bætið síðan restinni af hráefnum saman við, nema Skittles og hrærið vel.
  2. Deilið kreminu í nokkrar skálar og litið með matarlit sem þið viljið. Sorterið síðan Skittles þannig að litirnir séu aðskildir.
  3. Takið ykkur plastglös í hönd og setjið handfylli af Skittles af sama lit í hvert glas. Skreytið síðan kökurnar með kremi sem er í sama lit og Skittles.

Rice Krispies-einhyrningar

  1. Takið til ílangt form, sirka 30 sentímetra stórt og klæðið það með smjörpappír, helst þannig að hann nái aðeins upp á hliðarnar.
  2. Takið til stóran pott og bræðið smjörið yfir meðalhita. Bætið síðan sykurpúðum, sjávarsalti og vanilludropum saman við og hitið þar til sykurpúðarnir eru bráðnaðir. Hrærið reglulega í blöndunni.
  3. Takið pottinn af hellunni, bætið síðan morgunkorninu saman við og hrærið vel. Þrýstið blöndunni í formið þannig að yfirborðið er slétt. Kælið í um klukkustund.
  4. Skerið í ílanga bita og þrýstið sleikjópinna inn í eina hliðina. Gerið augu með glassúr og skreytið síðan með kremi (ég notaði kremið sem ég átti afgangs úr bollakökunum).

Regnbogasmákökur

  1. Blandið þurrefnunum vel saman. Myljið síðan smjörið út í og vinnið deigið vel með höndunum. Blandið síðan vanilludropum saman við og hnoðið vel.
  2. Skiptið deiginu í sex búta og hnoðið matarlit í hvern bút. Pakkið hverjum bút í plastfilmu og frystið í um 20 mínútur.
  3. Hér er hægt að leika sér með deigið. Það sem ég gerði var að búa til ílangan renning úr fjólubláa deiginu. Síðan flatti ég út bláa deigið og vafði því utan um og svo koll af kolli. Síðan frysti ég renninginn á meðan ég hitaði ofninn í 160°C. Svo skar ég út kökur með hníf og raðaði þeim á ofnplötu og bakaði í 12-15 mínútur.

Einyrningakúkur – botn

  1. Hitið ofninn í 150°C. Spreyið ílangt form, sirka 33 sentímetra langt og 23 sentímetra breitt, með bökunarspreyi. Ekki er verra að klæða það líka með smjörpappír og leyfa honum að ná upp hliðarnar.
  2. Blandið smjöri, sykri, hveiti og vanilludropum vel saman og þrýstið blöndunni í botninn á forminu.
  3. Bakið í 28-33 í mínútur og leyfið að kólna alveg.

Einhyrningakúkur – karamella

  1. Setjið öll hráefnin í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust og náið upp suðu í blöndunni. Leyfið henni að malla í 6-9 mínútur.
  2. Takið pottinn af hellunni og hellið karamellunni yfir botninn. Kælið í ísskáp í 1-2 klukkustundir. Skerið síðan herlegheitin í litla bita.

Einhyrningakúkur – súkkulaði

  1. Setjið súkkulaði í skál sem þolir örbylgjuofn og bræðið í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Ég notaði 3 liti af súkkulaði og því 3 mismunandi skálar. Munið að hræra alltaf á milli holla.
  2. Súkkulaðihúðið bitana og raðið þeim á smjörpappír. Þetta er aðeins of gott til að vera satt!

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“

Sævar: „Á tvo lélega mánuði þar sem ég brenn eiginlega út“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök

Keypti þjónustu vændiskonu og hefði getað komist upp með það – Gerði hins vegar þessi mistök
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær að eyða jóladegi með konu sinni og börnum þrátt fyrir harðar skilnaðardeilur í kjölfar ítrekaðs framhjáhalds

Fær að eyða jóladegi með konu sinni og börnum þrátt fyrir harðar skilnaðardeilur í kjölfar ítrekaðs framhjáhalds
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“

Gummi Ben telur Íslendinga geta grætt mikið á þessu – „Við höfum ekki ennþá komist á þennan stað“
Fókus
Í gær

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi

Með reynslu af því að keyra við erfiðar aðstæður en smeyk við að gera það á Íslandi
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.