fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025

Guðni Th. í heimsókn á Barnaspítala Hringsins – Horfði á leik Íslands og Króatíu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. júní 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. forseti Íslands fagnaði stórafmæli í gær, en hann varð 50 ára. Þrátt fyrir það var dagurinn engu að síður hefðbundinn vinnudagur, en með ýmsum skemmtilegum uppákomum engu að síður.

Guðni hóf daginn með göngu á Helgafell, síðan þegar hann kom heim biðu hans óvæntir gestir, Fjallabræður sem sungu fyrir hann. Guðni kíkti líka í Hljómskálagarðinn og í heimsókn á Landsspítalann, þar sem hann horfði á leik Íslands og Króatíu með krökkunum á Barnaspítala Hringsins.

„Forseta Íslands var boðið í heimsókn á Landspítala í dag í tilefni af fimmtugsafmæli hans. Guðni fékk tertu við hæfi áfangans og horfði síðan æsispenntur með krökkunum á Barnaspítala Hringsins á knattspyrnulandsleik Íslands og Króatíu. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og hársbreidd munaði að Ísland kæmist áfram í milliriðla. Frammistaða liðsins undanfarnar vikur á HM hefur verið einstök og þjóðin staðið sem ein manneskja að baki strákanna okkar,“ segir á Facebooksíðu Landsspítalans.

Guðni þakkaði fyrir góðar kveðjur á Facebooksíðu sinni:
„Kæru vinir nær og fjær! Ég þakka allar góðar kveðjur sem hafa borist mér á fimmtugsafmælinu. Dýrmætt er að fagna þessum tímamótum við góða heilsu, með yndislega fjölskyldu og vini nærri. Dagurinn hófst með göngu upp á Helgafell ofan Hafnarfjarðar og svo lá leiðin aftur á Álftanes. Þar biðu óvæntir gestir, Fjallabræður sem hófu upp raust sína með glæsibrag. Og nú er stóri leikurinn framundan! Frá Bessastöðum sendum við Eliza bestu kveðjur til strákanna okkar úti í Rússlandi. Allt getur gerst! Þetta er bara eins og fjallganga: Tindurinn er þarna og leiðin er löng en hún styttist með hverju skrefi. Og ef maður þykist alltaf vita sín takmörk nær maður aldrei að fara skrefinu lengra en síðast. Koma svo, áfram Ísland!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rukka allt að 2,2 milljónir fyrir miða á leikina

Rukka allt að 2,2 milljónir fyrir miða á leikina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar

Byrjunarlið Manchester City og Chelsea – Marmoush byrjar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Endurkoman var alltaf langt frá því að verða að veruleika“

,,Endurkoman var alltaf langt frá því að verða að veruleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps

Sigmundur Ernir skrifar: Nú verður skákað í skjóli Trumps
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.