fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025

Hin hliðin á Heiðari: „Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsmaðurinn og markaðsfulltrúinn Heiðar Austmann er á meðal reyndustu útvarpsmanna landsins, en hann hefur verið í útvarpi í 20 ár. Í dag tekur hann síðustu vaktina virka daga á K100 frá kl. 18–22. Heiðar sýnir lesendum DV á sér hina hliðina.

Hverjum líkist þú mest?
Setninguna „þú ert eins og snýttur úr nösinni á pabba þínum“ hef ég heyrt nokkuð oft um ævina þannig að er ekki best að segja Noah Wyle (John Carter í E.R.)

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Það halda mjög margir að ég sé hrokafullur, leiðinlegur og merkilegur með mig. Ef ég ætti krónu fyrir hvert skipti sem sagt hefur verið við mig „ég hélt að þú værir algjör fáviti“ þá ætti ég sirka 180 krónur í dag aukalega.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Ég er ótrúlega góður í að reima skó. Ég tel mig vera betri en allir aðrir í að reima skó. Svo er ég geggjaður í að dreyma. Mig dreymir betur en aðrir.

Ef þú þyrftir að eyða einni milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Væri það ekki bara Costco. Þar fengi ég mest fyrir peninginn.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
„Allt í plati, ég er ekki hérna!! Ég var brenndur.“

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Líklegast Rocky III. Sá hana svona 1.200 sinnum þegar pabbi sýndi hana í Tónabíói í gamla daga.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Buffalo-skór, vasadiskó og smellubuxur (sem þú gast rifið af þér).

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Samantektarmyndböndum af fólki sem lendir í óhappi (fail-myndbönd). Ég fer beina leið til helvítis fyrir þetta svar. Já, og fyndnum dýramyndböndum!!

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Eigi skalt þú taka náunga þinn af lífi á internetinu.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Að segja eitt en meina annað. Segðu bara það sem þú meinar. Tölum saman.

Hvaða áhugamál mundirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
Sving-partí? Sérstaklega ef mér væri ekki boðið með.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Ég er bara mjög lítið fyrir það að öskra. Það er ekki samskiptamáti sem ég tem mér.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Vargurinn á Snappinu. Finnst eins og ég sé náskyldur honum.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Hljóðið í fólki sem kvartar endalaust yfir þessu og hinu. Þoli það hljóð ekki. Já, og hljóðið í þurrkaranum mínum, þarf að láta laga hann.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Ööööööö, ætli það sé ekki Jessica Rabbit (Who framed Roger Rabbit?).

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Muse í Höllinni og Foo Fighters á Solstice.

Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem þú hefur heyrt?
Ég man svo fáar „pick-up“ línur en það var ein sem mér fannst fyndin og það var held ég bara út af aðstæðum og árstíma. Strákur segir við stelpu „viltu senda mér mynd af þér, ætla að setja hana út í glugga svo sveinki viti hvað ég vil fá í jólagjöf.“

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Veistu af hverju heita vatnið heitir heita vatnið?
Nú, eitthvað verður það að heita vatnið!

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Að hundategundin Golden Red River héti í alvörunni „Golden Retriever.“ (NB ég var 11 ára)

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Stelpurnar mínar tvær eru mitt stærsta afrek, líkamlegt og andlegt.  Ekkert annað í mínu lífi stenst samanburð.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Það væri samt fyndið að sjá einhvern mölvaðan í pílu.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
Hún er villt og segir: „Fyrirgefðu, en ég á að vera á línudansnámskeiði.  Er ég í Mjóddinni?“

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að finna hamingjuna alveg sama í hvaða formi hún er. Finndu það sem veitir þér hamingju og njóttu þess svo þegar það gerist. Taktu höggunum sem lífið gefur þér, dragðu lærdóm af þeim og haltu áfram.  Mundu svo eftir að hafa sjálfstraust, það hefur enginn annar sjálfstraust fyrir þig.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham

England: Þrjú mjög óvænt úrslit í ensku úrvalsdeildinni – Arsenal tapaði gegn West Ham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
EyjanFastir pennar
Fyrir 14 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitískasta þversögnin á Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Dóttirin greindist með sama sjúkdóm og Selena Gomez: Hélt að lífið væri búið – ,,Ég var í rúminu í tæplega tvo mánuði“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.