Sindri Eldon, tónlistarmaður og sonur stórstjörnunnar Bjarkar Guðmundsdóttur, tilkynnti á samfélagsmiðlum að hann ætti von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, Morgan Johnson.
Tilkynningin kom á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní og í senn bandaríska feðradeginum.
Sindri hefur starfað sem blaðamaður fyrir Reykjavík Grapevine og tónlistarmaður með hljómsveitunum Dáðadrengjum, Dynamo Fog og Sindra Eldon & The Ways.
Skötuhjúin eru búsett í Seattle og óskar Bleikt parinu, og jafnframt ömmunni, innilega til hamingju með erfingjann og sendir heillaóskir.