fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025

Guðný María verður fyrir hæðni á netinu: „Einelti er ljótt“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 17. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný María Arnþórsdóttir er ljón, og hún verður 63 ára í byrjun ágúst. Guðný María var komin vel á aldur eins og sagt er þegar hún ákvað að láta drauma sína rætast, semja lög og gefa út, en hún hefur gefið út 11 lög frá því í desember í fyrra.

Vinsælasta lag hennar til þessa á YouTube-rás hennar er lagið Okkar okkar páska, en þegar þetta er skrifað hafa um 66 þúsund horft á myndbandið. Velgengnin staðfestir þá hugmynd Guðnýjar að páskarnir hafi orðið útundan þegar kemur að íslenskum laga- og textasmíðum.

En útgáfa laganna og velgengni og gleði Guðnýjar virðist ekki falla í kramið hjá öllum og segir Guðný í viðtali við DV að hún hafi orðið fyrir einelti, hæðni og fengið miður leiðinlegar athugasemdir, sérstaklega eftir að nýjasta lag hennar, Sumarhiti, kom út fyrir rúmri viku.

„Þetta er eiginlega orðið einelti, það er verið að hæðast að mér og reyna að rakka mig niður,“ segir Guðný. „Lögin og myndböndin virðast ögra ímynd fólks, sérstaklega eldri kvenna. Það er undarlegt hvernig konur láta oft.“

Í myndbandinu við lagið Sumarhiti dansar Guðný léttklædd við ungan mann, aukaleikara sem er um tvítugt. „Það var kona á aldur við mig sem skrifaði grófa athugasemd hjá mér þegar ég deildi myndbandinu á Facebook hjá mér. Kallaði hún mig barnaníðing. Ef ég væri karl þá þætti öllum þetta sjálfsagt og þá væri bara sagt um aukaleikarann að hann væri að vinna vinnuna sína.“

Segist ekki fá gigg sökum eineltis á netinu

Guðný segist vera fædd með hæfileika í tónlist, en hún hafi ekki mátt sinna þeim þegar hún var barn af því að hún var ekki drengur. Í seinni tíð fór hún hins vegar að læra tónlist og koma fram. „Stebbi Hilmars sagði við mig að ég væri að ryðja brautina og ungar stúlkur hafa hrósað mér fyrir að koma fram. Þetta virðast aðallega vera konur á mínum aldri sem eru harðastar í eineltinu.

Það er fjöldi fólks að senda myndbandið áfram og hæðast og hlæja að mér, og ég er ekki beðin um „gigg“ af þeim sökum,“ segir Guðný. „Ég reyni að vera alltaf jákvæð í textunum mínum af því að tónlist á að vera skemmtileg. Ég vil að þetta einelti hætti.“

 

 

 

 

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári

Óhugnanlegur spádómur Baba Vanga um Pútín og Evrópu á þessu ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náði að sannfæra stjórnina og leikmanninn – Verið stórkostlegur undanfarið

Náði að sannfæra stjórnina og leikmanninn – Verið stórkostlegur undanfarið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Birti berbrjósta mynd í rúminu stuttu eftir að nýtt samband hófst – Sögð vilja fá fyrrum eiginmanninn til baka

Birti berbrjósta mynd í rúminu stuttu eftir að nýtt samband hófst – Sögð vilja fá fyrrum eiginmanninn til baka
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað er konudagur?

Hvað er konudagur?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum

England: Liverpool með 11 stiga forskot á toppnum
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Tapaði á því að hafa heita pottinn úti

Tapaði á því að hafa heita pottinn úti
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.