Það eru ekki allir sem fá sjálfan fjármálaráðherra landsins, Bjarna Benediktsson, til að troða upp sem veislustjóri í brúðkaupi, en þegar maður er bróðir hans þá er bónin líklega sjálfsögð. Eldri bróðir Bjarna, Sveinn Benediktsson tölvunarfræðingur, og doktor Helga Kristjánsdóttir hagfræðingur voru gefin saman í heilagt hjónaband þann 2. júní síðastliðinn af séra Sveini Valgeirssyni í Dómkirkjunni.
Brúðkaupsveislan var haldin á Grand Hótel þar sem Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður ferðamálaráðherra, sló í gegn sem plötusnúður með tónlist úr eigin safni. Að eigin sögn reyndi hann að finna „dágóðan skammt af rómantík í upplífgandi kantinum, alla vega ekki niðurdrepandi og svæfandi ballöður sem drægju allan þrótt úr partýinu.“