fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025

Hvað segir systirin? „Hulda er vinur vina sinna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. júní 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Bjarnadóttir fjölmiðlakona er forstöðumaður þróunarsviðs Árvakurs. Hún er eitt af andlitum útvarpsstöðvarinnar K100, sem er ein sú vinsælasta í dag. DV heyrði í systur Huldu, íþróttafræðingnum og kennaranum Bjarneyju, og spurði: Hvað segir systirin?

„Hulda er ótrúlegt eintak, ég skil stundum ekki hvernig hún fer að öllu því sem hún er að gera. Hún er allt í öllu alls staðar og virðist vera algjörlega ómögulegt að segja nei við einhverju. Fyrir utan að vera alltaf með nokkur verkefni í gangi í vinnunni, með saumaklúbbnum, í aðalstjórn Fram, með golfklúbbnum, þá ákvað hún að taka þátt í Landvættaprógramminu ofan á allt saman og er að standa sig eins og hetja í því. Hún gefur sér samt alltaf tíma fyrir fjölskylduna og erum við mjög samheldin og reynum að hittast alltaf þegar færi gefst.

Að alast upp sem litla systir hennar var þó ekki alltaf dans á rósum þar sem hún vildi oftar en ekki fá að ráðskast með mig, og henni var ekkert óviðkomandi! Við hlæjum enn að því (mér fannst það samt ekki fyndið þá!) þegar hún sparkaði í rassinn á mér í klossum (þetta var fyrir tíma Crocs) af því að ég var í RAUÐUM sokkum! Og það var víst óásættanlegt, en þar sem ég lét illa að stjórn og harðneitaði að skipta um sokka þá uppskar ég þetta bylmingsspark í rassinn. Við erum þó góðar vinkonur í dag og getum alltaf leitað til hvor annarrar. Hún reynir af og til ennþá að hafa vit fyrir litlu systir sinni en það hefur ekki jafn afdrifaríkar afleiðingar þó að ég kjósi að fara mínar eigin leiðir þrátt fyrir góðar ráðleggingar.

Hulda er sannarlega vinur vina sinna og alltaf boðin og búin þegar á þarf að halda. Hún hefur reynst mér og syni mínum gríðarlega vel og mun ég aldrei geta þakkað henni nægilega fyrir það. Hún hefði stundum gott af því að hægja aðeins á, en maður sér hana samt ekki fyrir sér öðruvísi en á yfirsnúningi við að gera og græja hitt og þetta, það er bara hún í hnotskurn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag

Fékk að heyra það frá Hödda Magg og fleirum í dag
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum

Opnuðu brúðkaupsgjöfina 9 árum eftir brúðkaupið – Lásu kortið og áttuðu sig á skelfilegum mistökum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi

Björn Jón skrifar: Þankar um aga og uppeldi
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“

,,Skipti engu máli hvað við gerðum, hann var alltaf bestur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“

Stefán Einar hraunar yfir Mannréttindastofnun Íslands – „Ömurlegur, algjörlega tilgangslaus fjáraustur í boði Sjálfstæðisflokksins“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna

Stjarna varð manni að bana og lokaði fyrir alla aðganga á samskiptamiðlum – Talinn hafa verið undir áhrifum vímuefna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna

Stórleikurinn fer fram í dag þrátt fyrir snjókomuna