Hér birtum við einn kafla úr bókinni, sem fjallar um þrif á tækinu, sem flest okkar nota daglega; fartölvunni.
Á lyklaborði dæmigerðrar fartölvu er talsvert meira af bakteríum en við kærum okkur um að vita. Til að hinda að þær dafni á tölvunni er gott að þrífa hana með þessum einfalda hætti.
Fljótleg þrif á fartölvu
Hvað þarftu?
Tvær tuskur
Skál
Vatn
Edik eða uppþvottalög
Eyrnapinna eða tannstöngul
Ekki bleyta tölvuna
Það er mjög mikilvægt að bleyta aldrei tölvuna, hvorki skjáinn, lyklaborðið né hvers kyns op á henni, því slíkt getur eyðilagt hana.
Sérstök hreinsiefni fyrir raftæki
Til eru sérstök hreinsiefni fyrir tölvuskjái sem seld eru í raftækjaverslunum. Einföld aðferð eins og lýst er á þessari opnu þarf alls ekki að vera síðri en að nota slík hreinsiefni.
Örtrefjatuskur fyrir raftæki
Þegar strokið er af raftækjum með tusku er mikilvægt að notast við örtrefjatusku en ekki aðrar tegundir af tuskum. Þá þarf alltaf að gæta að því að tuskan sé hrein.
Setja í box:
Ediksblanda
¼ borðedik
¾ vatn
Nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu
Best er að blanda hana í úðabrúsa og hafa hann svo við höndina ásamt tusku þegar heimilið er þrifið.
Sumir kjósa að hafa blönduna sterkari og má að sjálfsögðu hafa helmingshlutföll af ediki og vatni.
Ilmkjarnaolían gerir ilminn mun ferskari.
Nota má blönduna við flestar tegundir þrifa, en þó aldrei á náttúrustein.
Fylgjast má með Sólrúnu á heimasíðu hennar: solrundiego.is og Facebook, Instagram og Snapchat: solrundiego.