Og nú er orðið ljóst að Karl verður í minnihluta á heimilinu því von er á stúlkubarni.
Tobba gaf nýlega út bókina Gleðilega fæðingu, sem hún skrifaði í samstarfi við Hildi Harðardóttur fæðingarlækni og Aðalbjörn Þorsteinsson, gjörgæslu og svæfingalækni. Í bókinni er farið yfir það allra helsta sem þarf að hafa í huga þegar farið er á fæðingardeildina og er hún hugsuð sem uppflettirit fyrir verðandi foreldra. Það er því ljóst að parið ætti að vera vel í stakk búið þegar kemur að fæðingu dótturinnar, en Tobba sagði að hvatinn að bókinni hafi verið sá að henni fannst skorta upplýsingar þegar hún fæddi Regínu. „Ég hafði aldrei komið inn á fæðingardeild og í dag er ekki lengur hægt að fá að skoða þær svo óvissan um hina ýmsu þætti var mikil hjá mér.“