fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024

Ragga nagli: „Þú getur aldrei stjórnað því hvað aðrir hugsa um þig“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. júní 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um af hverju við förum á æfingu.

Ekki fara á æfingu til að verða einhvers virði.
Til að troða þér með skóhorni í staðlað útlitsform.
Slefandi á skíðavél til að passa í brók númeri minna.

Farðu á æfingu af því þú ert þess virði.
Til að heiðra líkamann þinn.
Til að fagna því að geta brúkað líkamann þegar þú vilt eins og þú vilt.

Þú getur aldrei stjórnað því hvað aðrir hugsa um þig.
Hvað aðrir segja um þig.

Það verða alltaf þeir sem hafa álit á útliti þínu.
Þeirra neikvæðni segir yfirleitt meira um þeirra innra líf en þitt útlit.

Of vöðvuð. Of grönn. Of feit. Of lítill rass. Of þykk læri.

Í stað þess að eyða okkar örfáu árum á plánetunni Jörð í svefnlausar nætur og útgrátinn kodda yfir hvað einhverjum krepptum tám í úthverfum finnst um rassinn á okkur.

Hvernig væri að eyða þeirri orku frekar í að elska sjálfan þig og heiðra líkamann með að rífa í járn.

Þinn líkami er þitt einkamál.
Hann er þinn bústaður. Öryggið þitt.
Eina manneskjan sem má hafa skoðun á honum ert þú.

Ef þú værir staddur aleinn á eyðieyju og álit annars fólks skyndilega ekki til staðar, myndirðu fara á æfingu til að grennast eða myndirðu fara til að heiðra líkamann þinn?

Við myndum samt alltaf flexa bísepinn því það er valdeflandi skammtur af sjálfstrausti beint í æð.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ísak tvöfaldaði forystuna með frábæru skoti – Sjáðu markið

Ísak tvöfaldaði forystuna með frábæru skoti – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Orri kom Íslandi yfir í Svartfjallalandi – Sjáðu markið

Orri kom Íslandi yfir í Svartfjallalandi – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Koma Kane til Bayern gæti hjálpað Manchester United

Koma Kane til Bayern gæti hjálpað Manchester United
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Nistelrooy ekki lengi að sækja um nýtt starf

Van Nistelrooy ekki lengi að sækja um nýtt starf
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spilaði sinn fyrsta leik og var ‘frjáls’ – Lét til sín taka í frumrauninni

Spilaði sinn fyrsta leik og var ‘frjáls’ – Lét til sín taka í frumrauninni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nýir eigendur United hafna Rooney

Nýir eigendur United hafna Rooney
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.