fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025

Hafþór Júlíus lætur nettröllin ekki trufla sig: „Ég er sterkasti maður heims. Hverju hafa þau afrekað?“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 28. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, birti ljósmynd af sér með kærustu sinni á Facebook- og Instagram-síðu en þar létu „nettröll“ í sér heyra og gerðu stólpagrín að hæðarmimuni parsins.

Hafþór er 2,05 metrar á hæð en kærasta hans, Kelsey Henson, er 1,57 á hæð.

❤️

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on

Hér að neðan er brot af því sem ummælendur á Instagram hafa sagt:

 „Ekki vissi ég að Disney væri að undirbúa nýja útgáfu af Fríðu og dýrinu“

 „Heimsins sterkasti maður… og múffan hans“

 „Aumingja konan!“

 „Hann hlýtur að rífa hana í tvennt“

 „Vasapíka“

 „Ég vorkenni leghálsinum hennar“

Hafþór segir í samtali við Mirror að fólki finnist almennt gaman að vera með leiðindi á samfélagsmiðlum. „Enginn segir svona lagað við mig í eigin persónu eða hótar að vaða í mig, en það er mikið af hugrökku fólki þarna á netinu sem tjáir sig,“ mælir hann og segir það daglegt að fólk hóti sér eða sýni netníð í gegnum Twitter eða Facebook. Hafþór segir að ekki sé um nettröll að ræða, heldur „stríðsfólk á netinu.“

Fyrr í mánuðinum stóð Hafþór uppi sem sigurvegari keppninnar um titilinn Heimsins sterkasti maður. Sú keppni fór fram í Manilla á Fliippseyjum og var þetta í fyrsta sinn sem Íslendingur vann keppnina síðan árið 1996, þegar Magnús Ver hlaut sama titil þriðja árið sitt í röð.

Hafþór segist almennt ekki taka niðrandi ummæli nærri sér vegna þess að hann vill einbeita sér að hinu jákvæða og veltir fyrir sér hvar fólk er statt í lífinu sem einblínir á hið neikvæða á samfélagsmiðlum. „Ég er sterkasti maður heims. Hverju hafa þau afrekað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“

,,Elska að spila með honum og myndi vilja halda honum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri

Reyndi að múta lögreglunni eftir kynlíf á almannafæri
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda

Innbrotsþjófar komust undan á flótta eftir átök við húsráðanda
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Svartir dagar hjá starfsfólki Kamba – Sjötíu sagt upp og fengu ekki greidd laun um mánaðamótin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.