„Við erum spennt að boða komu nýs fjölskyldumeðlims í lok nóvember! Við sendum kveðjur heim frá austurströnd Sri Lanka í 34°c hita, en við munum ferðast hér í 2 vikur til viðbótar. Eins og einhverjir vissu þá ætluðum við til Kenía og Tansaníu, en vegna bólusetninga og malaríuhættu þurftum við aðeins að breyta plönum en hér erum við alsæl,“ segir parið í kveðju með myndbandinu, en kveðjan er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.
Hrafn starfar sem hugmynda- og textasmiður hjá Hvíta húsinu, en beinskeyttir pistlar hans í Kjarnanum hafa ávallt vakið mikla athygli. Brynhildur starfar sem upplýsingafulltrúi Rauða krossins, er lögfræðingur að mennt og hefur vakið athygli fyrir pistlagerð á Rás 1.
https://www.facebook.com/brynhildurbolla/videos/10156395445588851/