Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Fræga fólkið bregður oft undir sig betri fætinum til útlanda, ýmist sér til skemmtunar eða vegna vinnu, eða bara bæði. Í Evrópu sást nýlega til:
Benedikt Erlingsson, Halldóra Geirharðsdóttir og María Thelma Smáradóttir voru á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kvikmyndin Kona fer í stríð eftir Benedikt með Halldóru í aðalhlutverki vann til verðlauna fyrir handrit, sem Benedikt skrifar ásamt Ólafi Agli Egilssyni. María var hins vegar mætt ásamt danska stórleikaranum Mads Mikkelsen og leikstjóranum Joe Penna við frumsýningu spennumyndarinnar Arctic. María fer með hlutverk í myndinni sem er tekin upp hér á landi.