fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025

Súkkulaði piparmintukaka að hætti Fríðu – Uppskrift: Skref fyrir skref

Fríða B. Sandholt
Sunnudaginn 13. maí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég bauðst til að baka köku fyrir pabba sem átti afmæli um daginn. Mig langaði ekki að gera venjulega súkkulaðiköku, svo ég ákvað að prufa að gera súkkulaðiköku með piparmintu bragði.

Þar sem ég hafði ekki mikinn tíma til að baka, þá ákvað ég í þetta skiptið að nota betty Crocker mix til að flýta fyrir. Mér finnst Betty Crocker devils cake mixið mjög gott, en til að gera það enn betra, þá bæti ég slatta af súkkulaðispæni út í það og suðusúkkulaði sem ég saxa niður.

Á kökuna nota ég smjörkrem og súkkulaðibráð (Ganache) Uppskriftin kemur hér að neðan.

Ég notaði 18 sentimetra kökuform og gerði þrjá botna.
Í botnana notaði ég 2 pakka af Betty Crocker Devils cake mixi. Út í það bætti ég um það bil 1-2 dl. súkkulaðispæni og einni plötu af söxuðu suðusúkkulaði.

Smjörkrem:

500 gr íslenskt smjör. Það er best að láta það standa við stofuhita þar til það er orðið mjúkt.
500 gr flórsykur
4-5 dropar Kötlu piparmintudropar

Aðferð:

Smjörið er þeytt vel þar til það er orðið ljóst og létt. Þá er flórsykrinum bætt smám saman út í og hrært vel saman. Þegar smjörið og flórsykurinn er orðið vel þeytt saman, þá er nokkrum piparmintudropum bætt út í.
Að lokum skipti ég kreminu í þrjá hluta og lita þá í mismunandi grænum litatónum. Ég notaði bara sama litinn í allt, en setti bara mismikið af honum í hvern hluta af kremi.

Súkkulaðibráð (Ganache)
300gr Siríus súkkulaðidropar
2dl rjómi

Aðferð:

Rjóminn er hitaður að suðu og svo hellt yfir súkkulaðidropana. Hrært í þar til allir droparnir eru bráðnaðir. Að lokum er súkkulaðibráðinni hellt yfir kökuna og svo er kakan kæld í ísskáp í um það bil hálftíma áður en hún er skreytt.

Skreytið kökuna að lokum með After eight, súkkulaðihúðuðum saltstöngum, skrautkúlum og ferskri mintu.

Til að sjá hvernig ég skreytti kökuna, þá látum við myndirnar tala sínu máli.

Ég byrjaði á því að setja fyrsta lagið af smjörkremi á kökuna (Crumb coat) og kældi hana svo í ísskápnum í c.a. 30 mín.
Ég litaði græna kremið í þremur mismunandi litatónum
Og sprautaði því svo á kökuna, dekksta kremið neðst og svo ljósara kremið þar fyrir ofan.
Mér finnst best að nota þennan spaða til að slétta úr kreminu og snúnignsdisk.
Búið að slétta úr kreminu.
Þá er að búa til súkkulaðibráðina, en í hana nota ég bara rjóma og súkkulaðidropa.
Hita rjómann að suðu og helli honum yfir dropana.
Og hræri svo þar til súkkulaðidroparnir eru alveg bráðnaðir.
Helli svo súkkulaðinu yfir kökunni og læt það leka aðeins niður fyrir kantana.
Svo kæli ég kökuna í smá stund áður en ég fer að skreyta hana.
Ég var búin að leita af einhverju sem ég gæti skreytt kökuna með, en mig langaði að hafa eitthvað sem myndi standa aðeins upp úr og þar með lyfta skreytingunni aðeins upp.
Þar sem ég fann ekkert sem ég gat notað, þá ákvað ég að súkkulaði húða saltstangir. Ég notaði bara brætt suðusúkkulaði sem ég velti stöngunum upp úr og lét harðna yfir nótt.
Tilbúið til skreytingar.
Ég byrjaði á að setja after eight á kökuna. Mér fannst koma vel út að hafa sum enn í bréfinu.
Kakan tilbúin.
En það eina sem ég notaði til að skreyta hana var after eight, súkkulaðihúðaðar saltstangir, skrautkúlur og fersk minta.
Að lokum vil ég svo minna á að ég er líka með opinn snapchat aðgang þar sem ég set inn þegar ég er að baka og brasa í eldhúsinu og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að fylgja mér þar.
Uppskriftin birtist upphaflega á bloggsíðu Fríðu. 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni

Orðið á götunni: Þriggja vasaklúta grátskýrsla Síldarvinnslunnar – Bubbi sendir tóninn – 28 byggðir hafa tapað lífsbjörginni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Goðsögnin snýr aftur eftir fjögurra ára fjarveru

Goðsögnin snýr aftur eftir fjögurra ára fjarveru
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Passaðu þig, hann er einstakur leikmaður“

,,Passaðu þig, hann er einstakur leikmaður“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lýsir þungum áhyggjum sínum af Garðbæingum – „Sjokkerandi lélegt“

Lýsir þungum áhyggjum sínum af Garðbæingum – „Sjokkerandi lélegt“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Hann samdi ódauðlegt lag um hana en hún gat ekki verið áfram með honum

Hann samdi ódauðlegt lag um hana en hún gat ekki verið áfram með honum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney segir United að hætta að gera sömu mistökin – Nefnir stjörnur sem lentu í erfiðleikum

Rooney segir United að hætta að gera sömu mistökin – Nefnir stjörnur sem lentu í erfiðleikum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.