Myndbandið er tekið upp í gær í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en þar söng Kristjana Margrét fyrir 50 og 60 ára fermingarhópana sem komu í heimsókn.
https://www.facebook.com/frikhafn/videos/749419928599863/
Kristjana Margrét sem er fjögurra ára á ekki langt að sækja sönghæfileikana, það er faðir hennar tónlistarstjórinn Örn Arnarson sem spilar undir og móðir hennar er söngkonan Erna Blöndal, en þau vinna bæði hjá Fríkirkjunni.
Lag og texti lagsins er eftir Ólaf Hauk Símonarson og hér er textinn í heild sinni fyrir þá sem vilja taka undir:
Ef þú ert súr
vertu þá sætur
sjáðu í speglinum hvernig þú lætur
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru
Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust
Ef þú ert fýldur þá líkistu apa
eða krókódíl sem er af fúll til að gapa
ekkert er varið í sút eða seyru
teygðu á þér munnvikin út undir eyru
Galdurinn er að geta brosað
geta í hláturböndin tosað
geta hoppað hlegið sungið
endalaust