fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Ebba Guðný sammála Justin Bieber: „Líf þeirra frægu er ekki betra en okkar hinna“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 10. maí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, höfundur, bloggari, kennari og matarunnandi með meiru, deildi frétt Bleikt á Facebook-síðu sinni þar sem vitnað er í orð söngvarans Justin Bieber um að líf fræga fólksins væri ekki allt sem það væri séð að mati söngvarans. Þessu er Ebba Guðný sammála og ritar hún: „…(Það) þarf að útskýra að fólk sem er frægt (eða á mikla peninga) er ekki betra en annað fólk eða fínna, flottara… þetta er bara venjulegt fólk.“

Frægðarfangelsið er lamandi

Í færslu Ebbu Guðnýjar segir að Bieber segi ekki margt en segi alveg nóg. „Ég held að það sé mjög snjallt að segja börnum/unglingum að líf þeirra frægu sé ekki betra en okkar hinna. Sumt virkar svo augljóst en samt þarf að segja það upphátt við börn. Ég held að það hafi verið John Travolta sem sagðist vera í frægðarfangelsi… og fannst það oft alveg lamandi.“

Ebba Guðný, sem sjálf er tveggja barna móðir, segir að í dag sé mikið um sýndarveruleika á samfélagsmiðlum og víðar, að það þurfi að hamra svona upplýsingar í börn og útskýra:

„Mér er minnisstætt er ég sagði eitt sinn er ég var lítil við mömmu að mig langaði að vera prinsessa, mamma var fljót að svara og sagði: ,,Það held ég að sé svakalega leiðinlegt Ebba, þú átt þig þá ekki lengur sjálf og þarft að vera upp á punt og gera eins og þér er sagt flesta daga.“ .. eitthvað svona .. man ekki alveg hvernig hún útskýrði en meiningin sat í mér og ég steinhætti að hugsa um að það væri gaman að vera prinsessa.“

Í lok færslunnar segir Ebba að líf þeirra sem eru þakklátir og taki eftir því góða í kringum sig sé, að hún hugsi, undantekningalaust afar gott.

Hann hefur ekki mörg orð um þetta hann Bieber en segir alveg nóg. Ég held að það sé mjög snjallt að segja…

Posted by Ebba Gudny Gudmundsdottir on 10. maí 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 10 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.