Morgnar:
1) Búðu um rúmið
Ekki fara að heiman án þess að búa um rúmið.
2) Tæmdu vaskinn
Ekki skilja óhreint leirtau eftir í vaskinum. Þvoðu leirtauið sem notað er í morgunmatnum eða skolaðu það og settu í uppþvottavélina.
3) Þurrkaðu af
Þurrkaðu af eldhús- og baðhergisborðum, vöskum og krönum. Burstaðu jafnvel klósettskálina með klósettburstanum.
Eftirmiðdagur/kvöld:
1) Moppaðu létt yfir eldhús- og stofugólf. Það er líka snilld að eiga handryksugu til að grípa til.
2) Hreinsaðu upp draslið
Gakktu um með körfu og hreinsaðu upp dótið sem liggur hér og þar. Þegar karfan er orðin full, gakktu þá frá hlutunum á sinn stað.
3) Undirbúðu næsta dag
Hafðu skólatöskur og aðrar töskur tilbúnar, hús- og bíllykla, föt – allt sem gerir morgnana auðveldari. Hengdu upp fatnað, yfirhafnir og handklæði sem notuð hafa verið yfir daginn.