fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Sjöfn Þórðar: Bestu hús- og sparnaðarráðin mín

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. maí 2018 10:50

Sjöfn Þórðardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri, ráðgjafi, blaðamaður og formaður Menningarnefndar Seltjarnarness, er einstaklega skipulögð og kemst yfir margt í dagsins önn. Við fengum Sjöfn til að deila með okkur sínum bestu hús- og sparnaðarráðum.

„Besta hús- og sparnaðarráð sem ég hef tileinkað mér gegnum ævina er gott skipulag, hvort sem það er á heimilinu eða í vinnunni, hvort sem það á við uppröðun í skápum, ísskáp, matseld, veisluhöldum, innkaupum, bókhaldi, eða hvað eina sem þarf að huga að á báðum vígstöðvum. Með góðu skipulagi er allt hægt, þú gengur að hlutunum vísum, þú ferð betur með hlutina, þú nýtir tímann betur, kaupir aðeins það sem þig vantar nauðsynlega og umfram allt er það sparnaður,“ segir Sjöfn.

„Til að mynda er ég með ákveðið skipulag hvernig ég raða inn í skápa heimilisins, á matarinnkaupum, tímabókunum og bókhaldi svo dæmi séu tekin. Ég held ávallt dagbók og skrái niður alla dagskrárliði hvort sem það á við vinnu, heimilisverk, viðburði, útréttingar, líkamsrækt eða annað sem til fellur og skipulegg tímann minn vel. Þannig kemst ég yfir meira en ella. Ég er til dæmis í félagsstörfum, sit í stjórnum og nefndum, er sjálfstætt starfandi verkefnastjóri og á fjölskyldu og vini sem ég nýt þess að verja góðum samverustundum með og það tekur tíma að sinna þessu öllu. Það tekst með því að halda gott skipulag og hafa yfirsýn yfir tímabókanir. Það skiptir líka máli að forgangsraða og gera gátlista yfir það sem þú ætlar að gera að hverju sinni.“

Innkaupalisti mikilvægur og að fá tilboð í verk

„Mikilvægt er að gera innkaupalista áður en þú ferð að kaupa inn í matinn, með því er hægt að spara heilmikið og enginn óþarfi keyptur inn. Einnig er mikilvægt að huga vel að öllum kostnaði sem fylgir því að reka heimili eða við annan rekstur og mikilvægt að fá tilboð í öll þau verk sem þarf að sinna. Meðal annars að fá tilboð í tryggingar, ávallt að leitast eftir því að hafa viðskipti við þann sem er með hagkvæmustu tilboðin.

Eitt af mínum áhugamálum er að elda ljúffengan mat og halda veislu og þá er mikilvægt að huga að öllu og er lykilatriði að vera með góðan gátlista þegar góða veislu skal gjöra. Það er líka mikilvægt að huga að heilsunni við matarinnkaupin og matargerðina því slæmir ávanar og matarvenjur auka líkurnar á kostnaði vegna heilsubrests til lengri tíma litið, það er því mikilvægt að vera ekki skammsýnn.“

Velur gæði frekar en magn við fatakaup

„Þegar kemur að fatakaupum er ég mjög vandlát, kaupi einungis það sem mig vantar, ég vel gæðin fram yfir magnið og er iðin við að raða saman flíkum. Ég á það til að kaupa mér nýja flík sem ég veit að passar líka við aðrar flíkur sem ég á. Stíllinn minn er stílhreinn, kvenlegur og fágaður og ég eltist ekki við tískuna hverju sinni heldur það sem klæðir mig vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 10 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.