Kat er 34 ára og starfar sem líkamsræktarþjálfari í hlutastarfi og segir hún frá hvernig má rekja offitu hennar til erfiðleika á unglingsárum. Hún varð ófrísk 16 ára og eftir að kærastinn yfirgaf hana á meðgöngunni þróaði hún óheilbrigt samband við mat og fór úr stærð 12 í 28 á aðeins sex vikum.
„Ég var vön að kaupa 24 stykki af Cadbury´s Créme eggjum og át þau öll á einum degi,“ segir hún í þættinum. „Það var hættulegt og ég var að borða til að mér liði betur, enda leið mér illa. Líkami minn breyttist svo verulega, að ég þekkti ekki konuna sem ég sá í speglinum.“
Auk þess að þróa mjög óhollt samband við mat barðist Kat við líkamssjálfstraust í mörg ár og sagði hún frá hvernig hún hefði áður svelt sig, tekið megrunarpillur og verið á barmi búlimíu.
Í dag mætir hún reglulega fordómum vegna stærðar sinnar, sérstaklega þegar hún notar almenningssamgöngur.
Kat bætir við að mikið af fordómunum komi frá iðkendum í líkamsrækt hjá henni: „Þú sérð fólkið ganga inn og leita að þjálfaranum, síðan lítur fólkið á mig og bara „ó.“ Það að ég er stór stelpa þýðir ekki að ég geti ekki verið virk í að hreyfa mig og það þýðir ekki að aðrir hafi rétt til að gagnrýna útlit mitt.“
Í þættinum fjalla fimm einstaklingar um líkama þeirra, en vigt þeirra er frá 108 – 139 kg. Offita er samkvæmt BMI staðlinum á bilinu 30-39,9. Á meðan að „heilbrigð“ þyngd er talin vera á bilinu 18,5-24,9. Samkvæmt NHS (heilbrigðisþjónusta Bretlands) er einn af hverjum fjórum Bretum í offitu samkvæmt BMI.