Jóga er ætlað að þjálfa og sameina líkama og huga. Jóga hjálpar til við að styrkja og liðka líkamann og slaka á huganum. Jóga er í formi mismunandi líkamlegra stellinga sem kallast jógastöður og hefur hver þeirra sinn tilgang. Til eru nokkrar tegundir af jóga sem hafa mismunandi áherslur: hefðbundið jóga leggur áherslu á hugleiðsluna, meðan Hatha jóga byggir á fjölda mismunandi jógastaða, öndun og slökun.
Stunda má jóga á nokkrum stöðum á landinu, en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt á stöð, eða vilja æfa heima eða bara sjá um hvað jóga snýst þá er hægt að finna fjölda æfinga á YouTube. Meðal annars 30 daga áskorun á rásinni: Yoga With Adriene. Það er því um að gera að klæða sig í þægileg æfingaföt, ná í dýnuna og byrja áskorunina.
Hér er síðan dagatal sem prenta má út til að halda sér við áskorunina.