Þegar flaskan var opnuð og miðinn lesinn kom í ljós að flöskuskeytið var frá Íslandi, en það var sent af stað 7. ágúst 2016. Á miðanum stendur:
„Halló við erum 3 stelpur frá Íslandi. Ef þú finnur þetta flöskuskeyti hringdu í síma: 6591049 eða 6955377 eða 8670782 farðu á Litlabæ það er í Skötufirði. Það er á Vestfjörðum. Sendið endilega tölvupóst í siggaogbubbi@gmail.com Á Litlabæ eru bestu vöfflur í heimi. Það opnar í maí og lokar í september frá 10-17 bless bless.“
Vignir hafði samband við þær sem sendu flöskuskeytið af stað og voru þær auðvitað himinlifandi yfir að flöskuskeytið hefði skilað sér.
Því miður er ekki til mynd af frænkunum þremur þegar þær sendu flöskuskeytið af stað, en hér eru þær á nýlegri mynd: Unnur Hafdís, Hafdís Ólöf og Hulda Sigríður.
Það að finnandinn hafi verið íslenskur er þó ekki eina skemmtilega tilviljunin.
„Þetta er líka svo skemmtileg tilviljun af því við vorum með Vigni og Katrínu konu hans á foreldranámskeiði þegar ég var ólétt af dóttur minni,“ segir Ástrún Jakobsdóttir, móðir Unnar Hafdísar.