fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024

Myndband: 68 ára gamall ellilífeyrisþegi slær í gegn í áheyrnarprufu en ekki er allt sem sýnist

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. apríl 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenny Darren kom sá og sigraði salinn í tólftu seríu Britain´s Got Talent sem nú er í sýningu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að hún er ögn eldri en þátttakendur almennt eða 68 ára.

Þegar grafist var nánar ofan í sögu Darren eftir ótrúlega frammistöðu kom hennar í ljós að hún er enginn nýgræðingur í bransanum. Darren hefur verið í tónlistarbransanum í meira en 50 ár. Hún gaf út tvö lög árið 1966 og árið 1977 var hún í samstarfi með AC/DC, en hún söng einmitt lag þeirra Highway To Hell í áheyrnarprufunni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=LO6OaR5PK_w]

„Það var frábært,“ sagði hún í viðtali við Radio Times. „Við vorum í hljóðtékki með AC/DC eitt kvöld og ég leit á hljómsveitina mína og sagði: „við verðum að skipta um stíl, til að passa við þessa hljómsveit. Þannig að í lokin vorum við farin að hljóma eins og AC/DC. Ég elska þá. Og þeir eru ástæða þess að ég gerðist rokksöngkona.“

Árið 1979 gaf hún út plötuna Queen of Fools, sem meðal annars innihélt lagið Heartbreaker, sem varð lagið sem kom Pat Benatar á kortið.

„Heartbreaker kom út á minni plötu, en engum datt í hug að gefa það út sem smáskífu. Ég var ekkert fúl yfir því á sínum tíma, en í gegnum tíðina hefur það hvarflað að mér að það hefði verið stórt skref upp á við fyrir mig tónlistarlega séð, hefði ég gefið lagið út sem smáskífu.“

Hér má heyra útgáfu Darren.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=xpCZO6xEAi0]

Og hér útgáfu Pat Benatar, en lagið gerði hana að stórstjörnu á sínum tíma.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=mIosHNpGjTE]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“

Sást með einni umdeildustu konu landsins á sunnudagskvöldi: Sáust óvænt skemmta sér saman – ,,Ekki viss um að eiginkonan sé ánægð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina

Jesus segir að margir Arsenal-menn tjái sig án þess að horfa á leikina
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Laufey skákar Bítlunum

Laufey skákar Bítlunum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.