fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Stjörnupörin í Hollywood sem margir hafa gleymt

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 16:00

Sandra Bullock and Matthew McConaughey (Photo by Magma Agency/WireImage)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagt er að meðallengd sambanda sé í kringum tvö ár og þykir það vera heil eilífð í „Hollywood árum“.

Stjörnupör koma og fara ítrekað í heimi fallega og fræga fólksins, en hér koma fáein dæmi um ógleymanlegu stjörnupör síns tíma… sem eflaust einhverjir eru löngu búnir að gleyma.

Lögum það aðeins.

 

Michael Keaton og Courteney Cox

Já, mikið rétt. Fyrrum Batman-leikarinn og Friends-stjarnan voru saman í sex ár og byrjuðu fyrst að stinga saman nefjum árið 1989. Stuttu eftir aðskilnaðinn sagði Cox í viðtali við tímaritið People að Michael hafi verið ein dásamlegasta manneskja sem hún hefði kynnst og að það myndi aldrei breytast.

 

Heather Graham og Heath Ledger

Áður en Heath Ledger heitinn fór að eignast fjölskyldu með leikkonunni Michelle Williams voru þau Graham mjög áberandi í slúðurmiðlum, enda saman í níu mánuði. Parið kynntist í Prag við tökur á sitthvorri kvikmyndinni; hann var þá að leika í A Knight’s Tale og hún From Hell, ásamt Johnny Depp. Sögur segja að þau voru ekki lengi að verða ástfanginn og var Ledger opinn um það í viðtölum að þau færu létt með að hlæja saman. 

 

Robert Downey Jr og Sarah Jessica Parker

Ástin var lengi á lofti hjá þessum upprennandi leikurum (á þessum tíma að minnsta kosti) og voru þau saman í sex ár áður en frægðarsól beggja reis dátt. Talið er að drykkja Downeys og harða barátta við eiturlyf hafi grandað þeim. Árið 2015 sagðist leikarinn hafa gert sér ferð til New York til að hitta á Parker og segja allt sem enn var ósagt þeirra á milli. Þá baðst hann afsökunar fyrir hegðun sína og ástand, tveimur áratugum seinna. Betra seint en aldrei.

 

Sandra Bullock og Matthew McConaughey

Áður en heimurinn vissi almennilega hver Matthew McConaughey var, kynntist hann stórstjörnunni Söndru Bullock við tökur á spennutryllinum A Time to Kill. Samveran endist í tæplega tvö ár og náðust sjaldan ljósmyndir af turtildúfunum án þess að bæði væru skælbrosandi.

 

Gary Oldman og Uma Thurman

„Það þarf sérstaka tegund af konu til þess að þola þennan mann“, sagði Uma Thurman eitt sinn um Gary Oldman, fyrrverandi eiginmann sinn, Óskarsverðlaunahafann Gary Oldman. Þau voru saman í tvö ár og þótti drykkjustand hans ekki gera samveruna hnökralausa.

 

Jessica Biel og Chris Evans

Þetta huggulega par náði góðum fimm árum áður en hvor aðili hélt sína leið. Chris Evans þekkja flestir í dag sem fígúran Captain America á meðan Biel, sem er harðgift stórsöngvaranum Justin Timberlake í dag, bregður enn fyrir í hlutverkum annað slagið.
En talandi um Justin…

 

Cameron Diaz og Justin Timberlake

Eitt umtalaðasta stjörnupar síns tíma. Leikkonan Cameron Diaz og JT voru sjóðheitt par frá árunum 2003 til 2006. Þau náðu að halda sér á góðum nótum og léku seinna meir saman í gamanmyndinni Bad Teacher.

 

Winona Ryder og Matt Damon

Þessi tvö þóttu ákaflega krúttleg á sínum tíma en rómantík þeirra endist í tvö ár. Sagt er að leikarinn hafi kallað þetta gott eftir að orðrómar hófust um að hún væri byrjuð að hitta söngvarann Beck.

 

Seth McFarlane og Amanda Bynes

Þessi tvö reyndu að láta lítið fyrir sér fara. Bynes kynntist grínaranum þegar hún kom fram sem gestur í Family Guy og leið ekki á langt fyrr en orðrómar voru farnir að fljúga.

 

Julia Roberts og Matthew Perry

Ein eftirsóttasta leikkona heims og kalhæðni Friends-leikarinn slógu sér upp í kringum þann tíma sem hún kom fram sem gestur í sjónvarpsþættinum sívinsæla. Þetta var árið 1996 en sambandið var miður stutt og var öllum líkindum meira en nóg að gera hjá báðum aðilum á þeim tíma.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar

Vilja fá hann frítt frá Arsenal næsta sumar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.