fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Stefanía glímir við kvíða og áfallastreituröskun: „Stundum þarf ekki nema smá atvik og þá brotna ég niður og græt í marga klukkutíma“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 9. apríl 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Hrund Guðmundsdóttir hefur lengi viljað birta samsetta mynd af sér sem tekin var með hálftíma millibili og sýnir vel hvernig einstaklingur með kvíða og áfallstreituröskun tekst á við daginn.

„Þetta er mikilvægt málefni sem snertir alla,“

segir Stefanía í samtali við blaðakonu.

Skellir á sig grímu

„Ég er búin að íhuga það lengi að skrifa þennan litla pistil og sýna þessa mynd sem þið sjáið hér en hef alltaf frestað því þar sem viðbrögðin hræða mig. Á þessari mynd sjáið þið sömu manneskjuna, á sama degi. Á hægri myndinni er ég grátbólgin, rauð og með tárin í augunum en vinstra megin er ég búin að skella á mig grímu, farin að brosa og á leiðinni út. Það er ekki nema hálftími á milli þessara mynda. Hálf klukkustund.“

Myndin fékk Stefaníu til þess að velta því fyrir sér af hverju hún setur upp grímu og felur líðan sína.

„Þannig er nefnilega mál með vexti að eins og margir vita þá glími ég við rosalegan kvíða og áfallastreituröskun. Stundum þarf ekki nema smá atvik og þá brotna ég niður og græt í marga klukkutíma. Ástæðan á bak við er þá oft allt önnur heldur en atvikið sem triggeraði gráturinn, eitthvað sem ég hef falið lengi lengi. Ekki misskilja mig þetta er ekki þannig að ég liggi grátandi upp í rúmi allan daginn alla daga, en ég finn hins vegar fyrir mínum veikindum alltaf. Þó svo að ég sé brosandi og „kát“ eins og á myndinni vinstra megin þegar þú hittir mig þá er það ekki endilega raunin. Suma daga líður mér vel og ég næ að halda mér í góðu jafnvægi, aðra daga ekki en þá sýni ég engum það heldur fel það með grímu.“

Eigum ekki að fela tilfinningar okkar

Stefanía segir að eitt sinn hafi góður maður sagt við sig „Nothing hungs us like the things we dont say“ eða „Ekkert ásækir okkur meira heldur en þeir hlutir sem við skiljum eftir ósagða“ og segir Stefanía að þessi setning hafi setið föst í henni.

„En samt eigum við mörg hver erfitt með að tala um tilfinningar okkar og ég er ein af þeim. Í staðinn notum við þessa grímu, þetta feik bros sem við getum falið okkur á bak við í stað þess að tala um hvað sé í gangi. Það að líða illa er ekkert sem við eigum að skammast okkar fyrir við eigum ekki að þurfa að fela tilfinningar okkar.“

Mynd: Getty

Stefanía segir að fólk í hennar stöðu séu stundum hrædd um að vera til vandræða og telji því betra að tala ekki upphátt um líðan sína.

„Við gerum okkur ekki grein fyrir því að okkar nánustu vilja allt fyrir okkur gera og að þau séu tilbúin til þess að hjálpa okkur í gegnum erfiðleika okkar.“

Vítahringur sem erfitt er að komast úr

Stefanía segist sjálf sek um að nota grímuna oftar en hún getur talið en að nýlega hafi hún farið að velta því fyrir sér af hverju.

„Ég á að geta verið ég sjálf og allar þessar tilfinningar sem ég upplifi eru mannlegar tilfinningar. Málið er að þegar maður felur tilfinningar sínar fyrir öðrum bitnar það oft á röngum aðilum til dæmis á manns nánustu og þá getur myndast vítahringur sem erfitt er að komast út.“

Stefanía hvetur þá sem eru í sömu stöðu og hún að koma vanlíðan sinni á framfæri og finna einhvern sem hægt er að treysta og tala opinberlega um hlutina.

„Ekki skammast þín fyrir að þér líði illa eða að þú eigir erfitt. Það er enginn að fara að dæma þig fyrir það. Taktu skrefið og fjarlægðu grímuna og láttu fólkið þitt vita hvernig þér líður. Mundu að þú ert ekki ein/einn í þessari baráttu – stattu með sjálfri/sjálfum þér og sýndu heiminum að vanlíðan og geðsjúkdómar eru ekkert til að skammast sín fyrir!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Faðmlag Amorim vakti athygli eftir tapið – Sjáðu myndina

Faðmlag Amorim vakti athygli eftir tapið – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður um mál Helga vararíkissaksóknara – „Svona getur þetta auðvitað ekki gengið“

Þorbjörg Sigríður um mál Helga vararíkissaksóknara – „Svona getur þetta auðvitað ekki gengið“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”

„Það var engin samfélagssátt um það þegar ákveðið var að skera á tengsl skólanna við kirkjuna”
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“

Gunnar Smári segir að neyða ætti auðmenn sem stefndu blaðamanni Samstöðvarinnar til að ganga í bolum merktum „skítapakk“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?

Af hverju borðar fólk vínber um áramótin?
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Ellý spáir fyrir Katrínu Jakobsdóttur – „Hún á eftir að vinna eitthvað á bak við tjöldin hér heima“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.