Að sinna heimilisverkum er ekkert alltaf það skemmtilegasta, en er þó eitt af mikilvægustu verkunum sem við sinnum. Það þarf jú að passa að allir heimilismenn eigi hrein föt, fái mat á diskinn sinn og líði vel heima hjá sér.
Foreldrar eiga það til að halda að börnin þeirra séu ekki tilbúin til þess að hjálpa til við heimilisstörfin en staðan er sú að börn allt niður í tveggja ára aldur eiga auðvelt með að læra og hjálpa til á heimilinu.
Því fyrr sem börn læra að heimilisstörfin séu eitthvað sem allir heimilismenn eigi að hjálpast til við að sinna því betra. Þá verða verkin ekki jafn mikil kvöð og jafnvel er hægt að tengja þau við einhverskonar umbunarkerfi.
Rannsakað hefur verið við hvaða aldur börnin geta hafið mismunandi heimilisstörf og eru sérfræðingar sammála um þennnan lista:
Ganga frá dóti
Gefa gæludýrum mat
Setja óhrein föt í þvottakörfuna
Þurrka upp ef hellist niður
Þurrka ryk
Raða bókum
Allt hér fyrir ofan ásamt;
Búa um rúmið
Tæma ruslafötu
Sækja póst
Ganga frá á borðinu
Hjálpa til við garðvinnu
Nota handryksugu til þess að hreinsa mylsnu
Vökva blóm
Ganga frá úr uppþvottavél
Vaska upp plast diska í vaskinum
Fá sér morgunkorn sjálf
Allt hér að ofan ásamt;
Flokka þvott
Rykmoppa gólf
Leggja á borð og ganga frá því
Hjálpa til við að útbúa nesti
Hjálpa til við garðvinnu
Halda herberginu sínu hreinu
Allt hér að ofan ásamt;
Ganga frá í uppþvottavél
Ganga frá matvörum eftir innkaup
Ryksuga
Hjálpa til við að elda kvöldmat
Búa sér til sitt eigið nesti
Þurrka af borði eftir máltíð
Ganga frá sínum eigin þvotti
Sauma í
Útbúa sér morgunmat
Skræla grænmeti
Elda einfaldan mat líkt og ristað brauð
Sópa gólf
Fara með gæludýr í göngutúr
Allt hér að ofan ásamt;
Ganga frá úr uppþvottavél
Brjóta saman þvott
Þrífa baðherbergi
Þvo glugga
Þvo bílinn
Elda einfalda máltíð
Strauja
Þvo þvott
Passa yngri systkini (með foreldra á heimilinu)
Taka til í eldhúsi
Skipta um á rúminu
Fyrir þá sem langar til þess að fá börnin til þess að hjálpa til við heimilisstörfin er ráðlagt að byrja ekki of seint að kenna þeim, átta sig á því að verkin verða ekki fullkomlega gerð og vera dugleg við að hrósa, bæði á meðan börnin vinna verkin og eftir að þau hafa klárað.
Hér fyrir ofan má svo nálgast lista sem hægt er að prenta út fyrir hvert barn og auðvelda þeim þar með skipulagið á þeim verkum sem þau fá. Þá er einnig hægt að nota listann sem umbunakerfi, þegar börnin hafa lokið ákveðnum verkum þá fái þau til dæmis að fara í bíó eða kaupa sér ís.