fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025

Eignir Dýrahjálpar ónýtar eftir stórbrunann í gær: „Það getur ekki verið að neitt hafi bjargast“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 6. apríl 2018 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórbruninn í húsnæði Geymslur.is og Icewear fór líklega ekki fram hjá neinum í gær. Mikið af fólki og fyrirtækjum var með búslóð sína eða vörur í geymslu og bíður nú í örvæntingu eftir því að fá upplýsingar um stöðu eigna þeirra.

Dýrahjálp er meðal þeirra sem áttu mikið af eignum sem lágu í geymslunum og ljóst er að tjónið var gríðarlegt og leita þau því til almennings í þeirri von um að einhver geti aðstoðað þau í þessum leiðinlegu aðstæðum.

Við fáum ekkert að nálgast neitt strax en það virðist sem þakið á húsinu sé farið þar sem okkar geymslur voru þannig að það getur ekki verið að neitt hafi bjargast,

segir Elsa Finnsdóttir sjálfboðaliði Dýrahjálpar í samtali við Bleikt.is

Allar nauðsynlegar vörur geymdar hjá Geymslum

Nær allar eignir Dýrahjálpar hafa verið geymdar þarna síðustu ár; búr, bæli, fóður, ólar, kattaklósett, kattasandur og óendanlega mikið af dóti sem okkur hefur verið gefið í gegnum árin. Allt sem er nauðsynlegt til þess að við getum sinnt starfi okkar.

Dýrahjálp hefur verið í samskiptum við Geymslur.is til þess að reyna að finna aðra aðstöðu fyrir þau og er það í vinnslu.

Þangað til að úr því verður leyst munum við geta tekið við gjöfum hjá vinum okkar í Gæludýr.is á Smáratorgi.

Ef einhver sér sér fært að hjálpa þeim er hér listi yfir þá hluti sem voru í geymslunni og Dýrahjálp þarf að endurnýja.

Listinn er ekki tæmandi, ef þið eigið eitthvað af þessu og megið missa þá er allt vel þegið.

Það sem vantar

– Hunda og kattabúr (allar stærðir og bæði plast- og grindabúr)
– Hunda og kattabæli (allar stærðir)
– Hundabeisli, ólar og taumar (allar stærðir)
– Fóður fyrir hunda, ketti og kanínur (og nammi)
– Nagbein fyrir hunda
– Hunda og kattaleikföng
– Örmerkjalesari
– Kattaólar og merkispjöld
– Kanínubúr
– Kattakassar
– Kattasandur
– Kattaklórur
– Matardallar
– Dýrasnyrtivörur (sjampó, næring, ofl)
– Burstar, greiður og klóaklippur
– Geymsluhillur og kommóður ásamt plastkössum og döllum til að flokka dótið sem við eigum
– Kynningardót (dúkar, fjáröflunardót, bolir fyrir starfsmenn, pennar, mittistöskur, tjaldstólar, merkispjöld ofl)

Fyrir utan allt á listanum þá brann einnig allur söluvarningur Dýrahjálpar, svo sem dagatöl, jólakort, keramik og fleira.

Einnig er hægt að styrkja starfið með því að leggja inn á:

Reikning: 0513-26-4311
Kennitala: 620508-1010

Við höfum fengið bæði fallegar kveðjur og stuðning frá svo mörgum í dag að við erum ótrúlega snortinn og þakklát. Það er ómetanlegt að finna stuðninginn á svona tímum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði

Þetta gæti orðið byrjunarlið Arnars í hans fyrsta leik við stýrið í næsta mánuði
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið

Karl Ágúst leitar að handriti að kvikmynd sem skyndilega er horfið
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings

Bandaríkjamenn styðja ekki fyrirætlanir Trump varðandi Grænland – Getur gert hann óútreiknanlegan að mati sérfræðings
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sérstakir póstkassar hjálpa lögreglunni að góma barnaníðinga

Sérstakir póstkassar hjálpa lögreglunni að góma barnaníðinga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.