fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Sunna Rós fæddi barn í beinni útsendingu

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 2. apríl 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Rós Baxter eignaðist sitt annað barn þann 13. október á síðasta ári, fæðingin stóð yfir í hálfan sólarhring og tók virkilega á Sunnu.

Það sem vekur þó mestu athyglina er að Sunna fæddi barnið í beinni útsendingu á Snapchat og leyfði þar með þúsundum af ókunnugu fólki að fylgjast með einni af persónulegustu reynslu lífs hennar.

Sunna Rós með börnin sín tvö

„Alla meðgönguna var ég handviss um að ég gengi með stelpu og að hún myndi fæðast þann 13. október. Ég hafði rétt fyrir mér með dagsetninguna en stúlkan reyndist í raun vera drengur eftir allt saman,“ segir Sunna sem gaf blaðamanni góðfúslegt leyfi til þess að fjalla um sögu sína sem birtist upphaflega í Páskablaði DV.

Hreyft var við belg Sunnu til þess að gera tilraun til þess að koma fæðingunni af stað og fljótlega eftir það fann Sunna að fæðingin væri að fara af stað á meðan hún stóð við kassa að kaupa sér ananas.

„Yfir daginn var ég hægt og rólega að renna í gang en eftir klukkan ellefu um kvöldið byrjaði þetta af einhverri alvöru. Hríðirnar voru mjög erfiðar og óreglulegar. Fyrir þá sem þekkja ekki til þá virka hríðir þannig að hver hríð fer stigvaxandi frá núlli upp í tíu á sársaukaskalanum. Þegar þú ert komin upp í tíu þá er sársaukinn stöðugur í ákveðinn tíma þar til hann fer stiglækkandi aftur niður í núll og þá fær maður pásu þar til næsta hríð hefst. Hjá mér var þetta ekki alltaf þannig en þegar hríðin var komin hálfa leið niður þá fór hún strax aftur upp í næstu hríð án þess að ég fengi pásu. Þar af leiðandi þreyttist ég mjög fljótt. Svona gekk þetta frá miðnætti og þangað til um það bil tíu um morguninn.“

Sunna komin í laugina sem sett var upp heima hjá henni.

Linda, frænka Sunnu, kom til hennar rétt eftir miðnætti og tók allt ferlið upp á Snapchat þar sem þúsundir manna fylgdust með fæðingunni í beinni útsendingu.

„Linda frænka var algjörlega æðisleg, tók helling af myndum, sá um snappið og hugsaði um Jasmín [eldri dóttur Sunnu, innsk. blm.]. Þar sem útvíkkunin gekk hægt fyrir sig og hríðirnar voru svo óreglulegar þá taldi ljósan að ég væri ekki í alvöru hríðum heldur að þetta væru afleiðingar þess sem ég hafði gert fyrr um daginn til þess að reyna að koma mér af stað. Mér fannst virkilega erfitt að vera í svona löngum og hörðum hríðum á meðan stanslaust var verið að segja við mig að þetta væru ekki hríðir, sem sagt að það væri engin fæðing í gangi. Þetta gerði að verkum að mér fannst algjörlega tilgangslaust að vera að standa í þessu með allt þetta fólk á staðnum. Ég vildi frekar fara upp á spítala til þess að fá mænudeyfingu og bað um það margoft. Hins vegar sagði ljósmóðirin að ég gæti ekki fengið mænudeyfingu þar sem að ég væri ekki að fara að fæða.“

Sunna þjáðist af miklu samviskubiti yfir því að hafa kallað alla til hennar um miðja nótt þar sem allir væru þreyttir en væru einungis komnir til þess að horfa á hana kveljast en engin fæðing á döfinni.

„Ég verð að viðurkenna að allt þetta tal um að ég væri ekki að fara að fæða sló mig alveg út af laginu. Ég var ekki lengur með hugann við að koma barninu út heldur var ég bara að hugsa um hvað ég væri að kveljast mikið til einskis. Undir lokin urðu hríðirnar samt styttri og með reglulegum pásum inni á milli og þá kom rembingsþörfin.“

Höfuðið komið út.

Sunna hafði Doulu með sér í fæðingunni og segir hún að það hafi bjargað henni.

„Doulan bjargaði mér algjörlega, ég hefði hreinlega ekki getað þetta án hennar. Hún sá um nuddið, heita og kalda bakstra, hélt á ælupokanum og gerði allt sem hún mögulega gat til þess að mér liði sem best. Það var eins og hún læsi hugsanir mínar því hún gerði allt sem ég vildi áður en ég þurfti að biðja um það, hún var alltaf skrefinu á undan mér.“

Fæðingin gekk illa og að lokum varð ljósmóðirin að ýta hluta af leghálsinum yfir höfuðið á barninu á meðan Sunna var í hríð.

„Eftir það fór allt í gang. Þá loksins fann ég hann fara neðar og neðar og fljótlega fékk ég hann í fangið. Fullkominn drengur sem fæddist klukkan 11.57, hann var 15 merkur og 53 sentimetrar og fékk nafnið Axel Helgi Baxter.“

Fullkomin drengur fæddur

Sunna hóf nýlega að blogga um líf sitt og setti á dögunum myndbandið frá fæðingunni inn á síðuna sína, sunnabaxter.is, og ásamt því leyfir hún fólki að fylgjast með fjölskyldunni á Snapchat undir notandanafninu sunnabaxter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Þau hættu saman árið 2024

Þau hættu saman árið 2024
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna

Nóttin sem aldrei gleymist – Hinn óvænti jólafriður í miðju blóðblaðs og hryllings skotgrafanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli

Björguðu þaki á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu