fbpx
Föstudagur 27.desember 2024

Synirnir umskornir án samþykkis: „Það að misþyrma barni á þennan hátt ætti að vera bannað með lögum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 27. mars 2018 12:31

BAGHDAD, IRAQ - JULY 14: An Iraqi male child cries as he is circumcised July 14, 2005 in Baghdad, Iraq. Circumcision is a religious practice among Muslims and is seen as an act of purification and most of Iraq's Muslim male children are dressed in the traditional white Dishdashas and circumcised in July. (Photo by Muhannad Fala'ah/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona sem kýs að koma ekki fram undir nafni vegna hræðslu við fordóma greindi blaðamanni Bleikt á dögunum frá þeirri hræðilegu reynslu þegar báðir synir hennar voru umskornir án hennar samþykkis.

Þetta byrjaði á eldri syni mínum sem fæddist í Las Vegas, Nevada. Þegar maður fer upp á spítalann þá þarf að fylla út pappíra þar sem spurt er hvort þú viljir láta umskera barnið ef það fæðist drengur. Ég merkti við að ég vildi ekki láta umskera hann fyrir fæðinguna,

segir konan í viðtali við Bleikt.

Mun aldrei gleyma tilfinningunni

Daginn eftir kemur hjúkrunarfræðingurinn með son minn og er að sýna mér hvernig ég eigi að þrífa naflastrenginn og fer svo að útskýra fyrir mér hvernig ég eigi að þrífa getnaðarlim sem hefur verið umskorin. Það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á því hvað hún var að segja en svo sýnir hún mér kynfæri nýfædds sonar míns. Hann var umskorin!

Greinir hún frá því að hún muni aldrei gleyma því hvernig henni leið.

Mér varð óglatt og ég svitnaði af skelfingu. Ég öskraði á hana: „Jeminn hvað meinar þú!“ Hjúkrunarkonan segir að þetta verði allt í lagi og að allir drengir í Bandaríkjunum séu umskornir. Þetta er ekki hlutur sem ég hef alist upp við og hef ég alltaf haft sektarkennd og liðið illa yfir þessu. Á þessum tímapunkti vissi ég ekki að ég hefið geta lögsótt spítalann en það hefði litlu máli skipt þar sem þessi aðgerð er ekki tekin til baka.

Lenti í einelti vegna aðgerðarinnar

Þegar sonur hennar er orðin 6 ára gamall flytja þau aftur heim til Íslands þar sem hann lendir í miklu einelti vegna umskorningarinnar.

Þetta byrjar þegar hann fer í skóla og í sund. Hann er ekki eins og hinir drengirnir og þeir láta hann alveg vita það. Ég sem móðir hans gat ekkert gert nema reyna að hugga hann og vona að hann myndi aðlagast.

 Tæplega tveimur árum síðar flytja mæðginin aftur til Bandaríkjanna með eiginmanni konunnar sem var innflytjandi.

Árið 1996 eignumst við annan son og maðurinn minn vissi alveg hvernig mér leið varðandi umskorningu drengja. En án míns samþykkis segir hann hjúkrunarkonunni að umskera hann vegna þess að hans trú segir til um það. Þetta er hlutur sem ég mun aldrei fyrirgefa honum og hann veit það.

Þegar hún ræðir þessi mál við syni sína í dag segjast þeir ekki þekkja annað og að nú sé of seint til þess að taka þetta til baka.

Sorgin í hjarta mínu mun þó aldrei stoppa, að ég hafi ekki getað verndað börnin mín. Það að misþyrma barni á þennan hátt ætti að vera bannað með lögum. Þau geta ekki varið sig sjálf svo við eigum að gera betur gagnvart þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svarar dóttur sinni sem lét allt flakka í nýju viðtali: Fyllibytta sem er aldrei til staðar – ,,Þú ert með símanúmerið mitt“

Svarar dóttur sinni sem lét allt flakka í nýju viðtali: Fyllibytta sem er aldrei til staðar – ,,Þú ert með símanúmerið mitt“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Harmleikurinn í Halifax

Harmleikurinn í Halifax
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu rauða spjald Duran gegn Newcastle – Sanngjörn niðurstaða?

Sjáðu rauða spjald Duran gegn Newcastle – Sanngjörn niðurstaða?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka

Þyrla kölluð til vegna áreksturs í Öræfum – Tveir með áverka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?

Mun United borga 75 milljónir fyrir arftaka Rashford?
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði

Sakamál ársins II: Harmleikur í sumarhúsi, afi og amma geymdu dóp, blaðamanni DV hótað og Gabríel réðst á fangaverði