fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024

Elma Sól var fórnarlamb ofbeldis: „Hann rændi mig æskunni“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 25. mars 2018 11:00

Elma Sól Long

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elma Sól Long er tveggja barna móðir sem stundar leikskólaliðanám ásamt því að starfa sem slíkur. Elma lifir í dag hamingjusömu lífi með sambýlismanni sínum og barnsföður ásamt strákunum þeirra tveimur.

En saga Elmu hefur ekki alltaf verið jafn björt og hún er nú. Náinn aðstandandi Elmu beitti hana ítrekað hrottalegu ofbeldi í æsku og æ síðan hefur Elma þurft að glíma við skugga fortíðarinnar. Hún settist niður með blaðamanni Bleikt og rifjaði upp erfiða atburði úr æsku sinni.

„Það héldu margir að ég væri almennt mjög glaður krakki, ég var fljót að læra hluti og leit út fyrir að vera hamingjusöm. En það var ekki satt, ég var fórnarlamb mjög náins ættingja sem rændi mig æskunni. Hann hótaði mér ítrekað, sló mig, hrinti og niðurlægði. Hann braut mig gjörsamlega niður,“ segir Elma.

Elma greinir fá því að enginn í kringum hana hafi grunað hvað væri í gangi enda hafði ofbeldismaður hennar náð að snúa sökinni yfir á hana.

Fannst hún eiga ofbeldið skilið

„Ég hélt alltaf að ég hefði gert eitthvað af mér og fannst ég eiga þetta skilið. Ég man fyrst eftir ofbeldinu þegar ég var í kringum sex ára aldur. Það gerðist heima hjá mér. Móðir mín var nýfarin í vinnu og þessi einstaklingur kom þá heim. Það fyrsta sem hann gerði var að rífa mig upp, blóta mér í kaf, hrista mig og síðan bar hann mig upp í herbergi þar sem hann opnaði glugga og hélt mér hálfri út um hann. Hann hótaði að kasta mér út ef ég segði móður minni frá.“

Elma segist hafa reynt að forðast eins og hún gat að vera heima hjá sér þegar ofbeldismaður hennar var þar, en þar sem hann var tíður gestur á heimili hennar þá var það mjög erfitt.

„Ef ég vissi að hann væri að koma heim og mamma yrði ekki þar þá fór ég út með vinum mínum. Þegar útivistartíma lauk þá fóru þau heim en ég hékk ein úti, jafnvel í opnum stigagöngum þar sem ég lét tímann líða, því ég vildi ekki fara heim ef hann skyldi enn þá vera þar og taka á móti mér. Ég var oftar en ekki líka búin að pissa á mig og ég vissi að ef ég kæmi heim hlandblaut þá myndi hann setja mig í bleyju til þess að niðurlægja mig.“

Tók upp myndbönd af henni grátandi

Þegar Elma var orðin aðeins eldri komst hún að því að ofbeldismaður hennar hafði tekið upp og geymt myndbönd af henni grátandi.

„Ofbeldið minnkaði eftir því sem ég var eldri þar sem ég fór að geta svarað fyrir mig. Hann fór að vera minna inni á heimilinu en þó sótti ég einhverra hluta vegna í að halda sambandi við hann. Það var að öllum líkindum vegna þess að hann spilaði sig alltaf sem svo mikið fórnarlamb og ég fann svo til með honum. Það mætti segja að ég sé allt of aumingjagóð.“

Elma Sól Long / Mynd: Sigtryggur Ari

Þegar Elma komst á unglingsaldur fór hún að eyða meiri tíma inni á heimili ofbeldismannsins vegna þess að hann leyfði henni að drekka áfengi þar, eitthvað sem hún fékk ekki heima hjá móður sinni.

„Hann var fullorðinn einstaklingur sem hafði í raun engan aga. Hann leyfði mér að drekka heima hjá sér og mér fannst það æðislegt. Mamma reyndi að sjálfsögðu að skipta sér af en hún bara vissi ekki hvað gekk á. Hún elskaði mig út af lífinu og ef ég hefði bara getað sagt henni frá, þá hefði þetta mögulega aldrei gengið svona langt.“

Partý öll kvöld

Elma kynntist núverandi maka sínum þegar hún var einungis fjórtán ára gömul en þau hófu ekki samband fyrr en hún var orðin sextán ára.

„Það mætti segja að hann hafi bjargað mér, hann fór að vera mikið með mér, heima hjá þessum ættingja mínum, en hann var fljótur að sjá hvers konar maður hann var. Fyllibytta, fíkill og almennt ógeðslegur. Það voru partí öll kvöld heima hjá honum og hann vildi ekki umgangast þennan mann. Hann leigði íbúð og ég flutti inn til hans.“

Elma gat einhverra hluta vegna ekki slitið sambandi við ofbeldismann sinn enda hafði hann verið náinn henni í mörg ár.

„Ég sleit svo alveg sambandi við hann í lok árs 2012 þegar hann réðst á aðra manneskju mjög nákomna mér á meðan ég var þar í heimsókn. Fram að því trúði ég að ég ein hefði lent í honum. Þetta ofbeldi var mjög slæmt og hann kýldi manneskjuna ítrekað í andlitið á meðan ég sat á grúfu yfir henni og reyndi að vernda hana.“

Hræðsla Elmu var svo mikil á þessum tímapunkti að hún sá enga aðra lausn en að flýja aðstæður.

„Ég var orðin svo hrædd að ég hljóp út á sokkunum í snjóinn og hringdi í lögregluna. Ég varð því miður að skilja manneskjuna eftir inni hjá honum þar sem ég var orðin of hrædd. Ég bað lögregluna um að sækja hana inn til hans.“

Ofbeldismaður Elmu fékk á sig kæru fyrir líkamsárás eftir þetta atvik og var dæmdur sekur.

„Ég var svo Guðs lifandi fegin þegar hann var dæmdur. Ég hef aldrei kært hann sjálf enda voru aldrei neinar sannanir nema orð á móti orði, svo lögfræðingur minn talaði mig af því. Mér bauðst hins vegar að fá á hann nálgunarbann á sínum tíma. Ég hef heldur aldrei leitað mér aðstoðar vegna hræðslu við hann, en nú er komin tími til þess að tala upphátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum
Harmleikurinn í Halifax
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“

Viðurkennir að leikmenn séu stressaðir í kringum goðsögnina – ,,Með orku sem enginn annar er með“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jesús gerði engin kraftaverk
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Þau hættu saman árið 2024

Þau hættu saman árið 2024
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt

Sjáðu myndbandið sem vakti heimsathygli: Stórstjarnan hálfnakin í 20 gráðu frosti – Fjölskyldan vildi ekki taka þátt