fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024

Steinunn Rut lenti í hrottalegu einelti: „Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að hleypa sársaukanum út“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 19. mars 2018 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Rut Friðriksdóttir var í kringum 12 ára gömul þegar hún gekk í gegnum tímabilið sem flestir unglingar ganga í gegnum þegar þeir berjast við að finna sinn stað í tilverunni. Fljótlega kom þó í ljós að sérstaða Steinunnar varð orsökin að einelti sem hún varð fyrir.

Ég var 12 ára, að ég held, þegar ég uppgötvaði plötuna Nevermind með Nirvana. Ég man svo greinilega eftir því þegar lagið Smells like teen spirit ómaði yfir ganginn þar sem ég var að leika mér og fattaði að já, þetta er tónlistin mín. Þetta passar. Þetta er ég,

segir Steinunn í einlægri færslu sinni á Uglur.

Eineltið markar hana enn þann dag í dag

Þegar Steinunn fór í sjöunda bekk hóf hún að mála sig öðruvísi heldur en hinar stelpurnar.

Ég dæmdi þær mjög hart fyrir að mála sig með ótal lögum af meiki og púðri. Þær máluðu sig svo mikið, þrátt fyrir að ég væri með eyeliner niður á höku, þá nei, ég taldi mig ekki vera eins og þær. Ég byrjaði svo fljótlega að klæða mig öðruvísi en aðrir. Í svörtum fötum, hljómsveitarbolum og svo framvegis. Með það á heilanum að ég sé bara ég, en aðrir væru feik.

Steinunn greinir frá því að eineltið sem hún varð fyrir hafi hafist á þessum tíma í lífi hennar.

Þetta tímabil markar mig enn þann dag í dag. Það var nóg að skera sig úr hópnum. Það var nóg að vera öðruvísi, þessi týpa. Það var nóg til þess að ég gat ekki labbað úr einni kennslustofu yfir í aðra án þess að hrópað  væri á eftir mér. Það var nóg til þess að ég fékk viðurnefni sem flestir í skólanum þekktu og notaðu. Ég var nefnilega ekki Steinunn, ég var „emo goth goth“. Nemendur skólans kölluðu viðurnefnið á eftir mér þar hvar sem ég gekk um skólann ásamt ýmsum öðrum misgáfulegum athugasemdum

Eineltið sem Steinunn varð fyrir gekk svo langt að hún fékk hvorki frið í skólanum né heima hjá sér.

Gerðu allt til þess að hlægja á hennar kostnað

Það tók einn strákur sig til ásamt tveimur vinum sínum og elti mig á röndum, kallaði á eftir mér og spurði eftir mér í kennslustundum. Elti mig heim til mín, hringdi í gemsann minn og heimasímann. Þeir börðu líka á gluggana í húsi foreldra minna að utan dag eftir dag. Hann bankaði einnig og kynnti sig fyrir mömmu sem kærasti minn því þeim fannst svo fyndið ef ég kæmi á fyrir fram ákveðin stað til þess að þeir gætu hlegið á minn kostnað.

Strákurinn sem umræðir er einn af fáum sem beðið hefur Steinunni afsökunar á eineltinu sem hann beitti hana. Steinunn segir að eineltið hafi gert það að verkum að hún hafi sífellt orðið sannfærðari um það að hún skipti engu máli og að í kjölfar eineltisins hafi margar þunglyndishugsanir skotið upp kollinum.

Að það væri enginn sem myndi nokkru sinni líta við mér á rómantískan hátt. Að fólk leitaði aðeins í félagsskap minn til þess að skemmta sjálfu sér. Að ég væri í rauninni óþarfi.

Áður en langt um leið fór Steinunn farin að leita út í sjálfsskaða.

Ég leitaði í sjálfsskaða til þess að létta á andlega álaginu, til þess að finna til á annan hátt. Til þess að hleypa sársaukanum út. Sjálfsskaði verður mjög hratt og örugglega að fíkn. Maður byrjar í þeim tilgangi að létta á andlegum sársauka en á endanum verður þetta vítahringur þar sem hver bruni eða skurður leiðir til frekari andlegrar vanlíðunar sem leiðir svo aftur í enn frekari sjálfsskaða. Örin sem þetta skilur eftir sig eru sár en þau sem sjást ekki eru enn dýpri.

Vinnur í eineltinu með hjálp fagmanna og sjálfsvinnu

Steinunn komst á endanum upp úr sjálfsskaðanum en segir það ekki hafa verið þrautalaust.

Sambland aðstæðna og ákvarðana leiddi til þess að ég komst úr holunni sem ég hafði grafið mér. Ég byrjaði í sambandi við strák sem kom mjög vel fram við mig þó svo að við séum ekki saman í dag. Ég byrjaði í leikfélagi sem kenndi mér að stíga fram sem ég sjálf, rétta úr bakinu og trúa á sjálfa mig. Ég beit á jaxlinn og ákvað að áfram skyldi ég halda, fram á við og horfa aldrei til baka.

Sú hugsun kom Steinunni áfram í nokkur ár.

Eða allt þar til núna. Núna fyrst er ég að átta mig á því að kannski þurfi ég að vinna betur úr því sem hefur hentu mig á þessari annars stuttu ævi minni hér á plánetunni jörð. Þess vegna hef ég lagst í mikla sjálfsvinnu sem er langt frá því að vera lokið. En maður kemst aldrei á leiðarenda nema maður stígi fyrstu skrefin.

Steinunn segist hafa leitað til aðstoðar hjá fagmönnum og að hún stefni nú ótrauð á hamingjuna.

Hún er þarna, handan við hæðina. Stundum þarf maður að rétta út hendina og leita eftir þeirri aðstoð sem er í boði til að komast yfir erfiðasta hjallann.

Hægt er að fylgjast með Steinunni og fleiri bloggurum síðunnar Uglur.com á Snapchat undir notandanafninu: uglur.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool á von á harðri baráttu á næsta ári

Liverpool á von á harðri baráttu á næsta ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Brá í brún þegar hann sá verðið sem matarinnkaupin áttu að kosta – 548.273 krónur

Brá í brún þegar hann sá verðið sem matarinnkaupin áttu að kosta – 548.273 krónur
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Joe Rogan segir að Kamala Harris hafi neitað að ræða þetta við hann í viðtali

Joe Rogan segir að Kamala Harris hafi neitað að ræða þetta við hann í viðtali
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einst besta markvarsla sem fólk hefur séð – Fastur í netinu en varði á ótrúlegan hátt

Einst besta markvarsla sem fólk hefur séð – Fastur í netinu en varði á ótrúlegan hátt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.