fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Hvenær má barnið hætta með sessu?

Fríða B. Sandholt
Sunnudaginn 18. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég á þrjú börn sem ég vil allt það besta fyrir og þar með talið er öryggi þeirra í umferðinni.
~Þau nota hjálma þegar þau fara út að hjóla.
~Ég fór með þau heim af fæðingardeildinni í ungbarnabílstól (reyndar hefði mér ekki verið hleypt heim með þau öðruvísi).
~Þegar þau voru vaxin upp úr ungbarnabílstólnum, þá fóru þau í bílstól við hæfi með 5 punkta belti í.
~Og þegar þau voru vaxin upp úr honum, þá fóru þauu í sessu með baki.

Það eru allir sammála um að þetta sé það öruggasta fyrir börnin okkar.
En svo kemur stóra spurningin, sem mjög margir foreldrar virðast velta fyrir sér og mjög fáir foreldrar hafa 100% svar við.

Hvenær má barnið mitt hætta að nota sessu með baki?

Þegar maður googlar, ef ég leyfi mér að nota þetta slangur, þá eru margar upplýsingar sem maður finnur og sumar misvísandi.
En það sem ég hef fundið varðandi það hversu lengi barn á að nota sessu með baki er þetta:
Sessu með baki á að nota þar til barnið er annaðhvort orðið 12 ára eða hefur náð 36 kílóa þyngd. Eftir það má barnið hætta að nota sessu með baki. Og ég endurtek, þá MÁ barnið hætta að nota sessuna. En að sjálfsögðu má barnið vera lengur í henni ef það passar enn í hana og það fer ekki illa um barnið í stólnum.
En ef foreldrar eru samt ekki öruggir um hvort barnið megi hætta að nota sessu með baki eða ekki, þrátt fyrir að þessum viðmiðum sé náð, þá er lang best að meta það þannig að láta barnið hreinlega máta bílbeltin í bílnum. Þ.e. að láta barnið setjast í aftursæti bílsins og setja á það bílbeltið.
~Beltið á að sitja á öxlinni á barninu en ekki liggja upp við hálsinn.
~Beltið á að liggja á ská yfir miðja bringuna á barninu.
~Beltið á að liggja yfir lærin en ekki yfir kviðinn.
~Hnén að ná framfyrir brúnina á sætinu, þannig að þegar barnið situr í sætinu, þá á það að geta setið með bakið að sætisbakinu og eins þarf barnið að geta setið með hnén í 90°.

Ég læt hér fylgja nokkrar myndir sem ég fann á netinu sem geta hjálpað til við að útskýra það betur hvernig bílbeltið á að vera og hvernig það á ekki að vera.

Og eitt að lokum

Ekki láta neinn annan segja þér hvenær barnið þitt á að hætta að sitja í sessu með baki. Það er alfarið þín ákvörðun og á þína ábyrgð.
Það að allir í bekknum séu hættir að nota sessu með baki, eða að frænka/frændi/vinkona eða einhver annar sagði að barnið hljóti að vera orðið of stórt fyrir sessu með baki eru bara alls ekki nógu góð rök.
Ef barnið er of lítið til að hætta að nota þennan öryggisbúnað, þá er það bara þannig.

Börnin mín eru 7 ára, 9 ára og 11 ára. Þau nota öll enn sessu með baki. Og það verður þannig þar til þau passa í bílbeltið í bílnum, án þess að nota sessuna.

Ef barnið uppfyllir þau skilyrði sem eftirfarandi myndir sína, þá er það orðið nógu stórt til að hætta að nota sessu með baki.

Svona á bílbeltið að sitja á barninu
Beltið á að liggja yfir öxlina.
Beltið á að liggja yfir lærin á barninu.

Ef beltið situr á barninu eins og á neðangreindum myndum, þá þarf barnið að sitja lengur á sessu með baki.

Barnið á að sitja með bakið alveg upp að sætisbakinu  og það á að ná að beygja hnén.
Beltið á ekki að liggja upp við hálsinn á barninu og ekki yfir kviðinn.

Að lokum vil ég minnast á það að ekki er mælt með því að nota sessur án baks. Sessur án baks veita falskt öryggi. Í hörðum árekstrum getur sessa án baks runnið undan barninu og barnið getur hlotið alvarlegan skaða, svosem mænuskaða og innvortis blæðingar í kviðarholi. Í mörgum löndum er bannað að nota sessur án baks vegna þessa.
Ef sessur án baks ættu að koma að einhverjum notum, þá eru þær eflaus ágætar til síns brúks í kvikmyndahúsum eða á rakarastofum sem upphækkun fyrir barnið. En aldrei í bíl.

Ég vona að þessar upplýsingar hjálpi einhverjum í hugleiðingum sínum um sessu með baki eða ekki sessu með baki. En ef einhverjar spurningar vakna varðandi þetta þá er alltaf hægt að hafa samband við miðstöð slysavarna barna, samgöngustofu eða tryggingafélögin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum

Nistelrooy kemur vel fyrir og vilja reyna að halda honum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“

Þráinn fékk þessa mynd og óhugnanlega hótun frá Facebook-vini sínum – „Þurrka út alla fjölskyldu þína“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham

Arsenal til í að losna við Trossard og fá inn leikmann frá West Ham
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“

Segir Sósíalista skilda útundan á fundi þar sem auðvaldið ætli að leggja flokkum línurnar – „Ísland er að breytast í verbúð í eigu örfárra auðugra ætta“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?

„Jólin eru ekki komin fyrr en ég fæ karamellutússuna mína“ – Skilur þú hvað Jógvan er að segja?