fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025

Girnilegt kjúklingasalat frá Tinnu Freys

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 18. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er eflaust sá allra versti bakari sem fyrirfinnst í alheiminum en ég má alveg eiga það að ég er ágæt í að elda góðan mat.

Eða tjah, ágæt í að elda góðan mat eftir uppskrift allavega ?

Mamma mín eldar að mínu mati allra besta matinn (segja þetta ekki annars allir eða?!) og ég er með nokkrar uppskriftir frá henni sem ég hef verið að leika eftir og verð að fá að deila með ykkur.

Við vorum með kjúklingalasgna í matinn í gær og vorum að gera það sjálf heima í annað sinn, annars erum við vön að fá þetta hjá Hótel Mömmu öðru hvoru. Í fyrsta sinn sem við gerðum það þá var það ekki alveg jafn gott og hjá mömmu en í gær var það DELISH! Samt fórum við í bæði skiptin eftir uppskrift þannig ég veit ekki hvað klikkaði fyrst hehe..

Þið verðið að prófa þennan rétt, hann er sjúklega góður!

Innihald: (fyrir sirka fjóra)

  • Lasagna plötur (við notuðum 9 stk og lögðum þær í bleyti í hálftíma áður en við byrjuðum til að mýkja þær upp)
  • 400 gr kjúklingur (við settum samt heilan bakka af bringum sem var um 750 grömm)
  • 1 dl matreiðslurjómi (við áttum bara venjulegan rjóma og notuðum því hann)
  • 1 krukka hot salsa (við notuðum mildu Doritos salsa sósuna út af krökkunum)
  • 1 pakki fahitas krydd
  • 1 púrrulaukur
  • 1-2 msk hveiti
  • Rifinn ostur
  • 1-2 dl vatn
  • 1 paprika

Aðferð:

Kjúllinn er steiktur á pönnu og síðan paprikan og púrrulaukurinn.
Strá hveiti yfir ásamt fahitas kryddinu og síðan er vatninu, rjómanum og salsa sósunni bætt við.
Látið malla í 10 mín.
Síðan er einfaldlega raðað til skiptis fyllingunni og lasagna plötunum í eldfast mót og osti stráð ofan á og að lokum bakað við 185 gráður í c.a. 20 mín.
Við vorum með hrísgrjón og gular baunir með í gær, en það er líka geggjað að hafa hvítlauksbrauð.

Uppskriftin birtist upphaflega á heimasíðu Fagurkera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmaður United birtir athyglisverða færslu eftir endurkomuna – Virtist skamma þá sem fóru snemma heim

Leikmaður United birtir athyglisverða færslu eftir endurkomuna – Virtist skamma þá sem fóru snemma heim
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim

14 ára piltur dæmdur í óhugnanlegu máli í Svíþjóð – Vaxandi áhyggjur víða um heim
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bara bestu vinir ef þau stunda ekki kynlíf á hverjum degi – ,,Annars væri ég áhyggjufull“

Bara bestu vinir ef þau stunda ekki kynlíf á hverjum degi – ,,Annars væri ég áhyggjufull“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar

Truflaði starfsemi Neyðarlínunnar
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?

Hversu vel þekkirðu Sódóma Reykjavík?
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ancelotti svarar eftir afskaplega slæmt tap: ,,Hafa alltaf sýnt mér stuðning“

Ancelotti svarar eftir afskaplega slæmt tap: ,,Hafa alltaf sýnt mér stuðning“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.