fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024

Fór úr því að vera með hamlandi stoðkerfisvandamál í að mæta á æfingu sex sinnum í viku

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 16. mars 2018 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Jóhanna Þorvaldsdóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir meðgönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi læknirinn upphaflega að grindargliðnun væri um að kenna.

Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefjagigt. Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virkilega illa,

segir Jóhanna í viðtali við Bleikt.is

Einangraðist vegna verkja

Jóhanna einangraði sig mikið og gat lítið tekið þátt í hinu daglega amstri vegna verkja, stirðleika og þreytu.

Ég komst svo inn í endurhæfingu hjá Virk og í kjölfarið fór ég á Reykjalund í nokkrar vikur. Það má eiginlega segja að það hafi orðið vendipunktur hjá mér. Ég lærði mikið, komst út á meðal fólks og ákvað að taka þessum veikindum sem tækifæri til þess að taka til í kollinum á mér og forgangsraða öllu upp á nýtt í lífi mínu,

segir Jóhanna og nefnir að á þessum tímapunkti hafi hreyfing orðið mikilvægur hluti af lífi hennar.

Ég fann töluverðar breytingar á mér og leið betur, þótt þreytan hafi verið mér erfið. Ég fann hvernig ég léttist og í kjölfarið jókst keppnisskapið.

Flutti til Noregs og gafst upp

Jóhanna og fjölskylda tóku þá ákvörðun að flytja til Noregs en þegar þangað var komið fann Jóhanna sér ekki hreyfingu sem hentaði henni og gafst því fljótlega upp.

Ég þyngdist aftur og fór að líða illa aftur, verkirnir mættu aftur og mér fannst ég algjörlega vera búin að missa tökin. Eftir að hafa búið í tvö ár í Noregi, fluttum við aftur til Íslands árið 2017. Þá byrjaði ég strax í léttri hreyfingu, fór í sundleikfimi og rope yoga. Ég fann strax hvernig líkami minn fór að taka við sér og fljótlega gat ég farið í erfiðari tíma. Um það leyti sem við fluttum heim tók ég einnig allt sælgæti og gos út úr mataræði mínu og hef ég ekki snert það enn þann dag í dag. Í ágúst verða komin tvö ár síðan og ég sakna þess ekkert.

Í dag fer Jóhanna í ræktina sex sinnum í viku með vandlega útbúið æfingaplan frá þjálfara.

Ég hef misst samtals tæplega 30 kíló á þessum fjórum árum, ég á enn þá nokkur kíló eftir en ég tek þessu rólega og legg mikla áherslu á að styrkja mig líkamlega og andlega. Hreyfingin er núna mín vinna enda er ég óvinnufær vegna veikindanna. Ég lít svo á að mitt verkefni á meðan aðrir eru í vinnunni sé að halda mér í eins góðu formi og ég mögulega get, mín vegna, barnanna minna vegna og lífsins.

Ekki óyfirstíganlegt að greinast með ólæknandi sjúkdóm

Jóhanna segir að hennar helsta hvatning sé líðanin hennar.

Þegar ég finn hvernig líkaminn tekur við sér og ég verð sterkari og orkan meiri þá vil ég gera meira. Ég hlakka til að mæta á æfingu og tími alls ekki að sleppa úr. Ég er nú búin að fara úr því að vera mjög veik, með mjög hamlandi stoðkerfisvandamál og ansi skerta hreyfigetu í að geta mætt á æfingu allt að sex sinnum í viku. Ég gat almennt ekki tekið þátt í lífinu en get í dag verið þátttakandi í lífinu. Ég á enn langt í land í að geta tekið þátt á vinnumarkaðnum en með stöðugri þjálfun og með því að passa að ofkeyra mig ekki þá hafa lífsgæði mín stórlega batnað.

Jóhanna segir að það að greinast með ólæknandi og langvarandi sjúkdóm þurfi ekki endilega að vera óyfirstíganlegt.

Það er áríðandi að læra á sjúkdóminn og gera allt sem hægt er til þess að ná einhvers konar tökum á honum. Mín aðferð er slökun, þjálfun, mataræði og jákvætt hugarfar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“

Mbappe setur miklar kröfur á sig á nýju ári – „Ég náði ákveðnum lágpunkti“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann

Fyrrum leikmaður United hraunar yfir liðið og sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“

Mikil spenna fyrir haustinu á Stöð 2 – „Maður reynir að ýta því til hliðar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað eru Bessastaðakökur?

Hvað eru Bessastaðakökur?
433Sport
Í gær

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“

Gummi Ben ræðir son sinn Albert og skrefið í sumar – „Þá hef ég trú á að góðir hlutir gerist“
Fréttir
Í gær

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Hvers konar bíómyndir er best að horfa á í flugi – Ekki Cast Away og ekki Airplane!

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.