fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Ragga nagli: „Það verða móment sem munu testa þig og skilgreina þig“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. mars 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um afsakanir sem við týnum til til að sleppa æfingu.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Lífið hendir í okkur hindrunum sem við höfum enga stjórn á.
Það munu koma dagar þar sem þú kemst ekki á æfingu.
Barnið er veikt
Fundur í vinnunni
Sprungið á bílnum
Strætó í verkfalli
Þú ert með hor í nös
Það verða móment sem munu testa þig og skilgreina þig.
Við ráðum ekki yfir hvað gerist í lífinu
Við stjórnum ekki hvað gerist fyrir okkur
En við ráðum hvernig við bregðumst við því.
Við stjórnum sjálf viðbrögðunum okkar.
Að missa af einni æfingu breytir engu í hinu stóra samhengi.
Tvær æfingar er skítt en
En að leyfa einni æfingu að þróast upp í tvær og svo þrjár og svo viku og svo mánuð þá fer að halla undan fæti og við horfum á Heilsuvagninn þjóta framhjá meðan við stöndum norpin í biðskýlinu.
Áður en þú veist af er hálft ár liðið og þú hefur legið með tærnar upp í loft.
Afsakanabókin stútfull af skotheldum setningum samhliða færri ræktarmætingum.
„Hef ekki tíma“
„Bíllinn bilaður“
„Er ekki í stuði“
„Er með kvef“
Plastaða útprentaða „gullplanið“ liggur rykfallið ofan í tösku innan um grjótmyglaðar strillur og svitamorkið pungbindið.
Svekktur út í sjálfið að hafa hrökklast af leið og þurfa nú að skakklappast aftur á byrjendareit.
Að byrja aftur er erfiðasta skrefið.
Hefði ekki verið auðveldara að halda sig við efnið?
Að finna lausnir á hindrununum.
Hringja í mömmu og fá pössun.
Snýta út horinu.
Taka leigubíl.
Gera jóga í stofunni.
Fara út að skokka í hádegishléinu
Mæting, mæting, mæting….heldni, heldni, heldni árið út og inn.
Verkefnisheldni sem blífar.
Að halda heilsuvenjunni gangandi.
Þó það hefði verið léleg æfing.
Þó það hefði bara verið hálf æfing.
Þú ert þá alltaf farþegi í Heilsuvagninum sem mun færa þig frá einni æfingu til þeirrar næstu.
Slöpp og stutt æfing trompar alltaf stjörnum prýdda setu í sófanum í Netflix hámhorfi.

Facebooksíða Röggu nagla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“

Ræddi við Pogba á Twitch – ,,Ef það er rétt verð ég virkilega ánægður“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“

Gerir grín að mætingu Sigmundar á Alþingi – „Fjarverandi 162 atkvæðagreiðslur í röð“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Arnar Þór Jónsson: Það er siðrof á íslenskum fjármálamarkaði – kannski þarf að setja lög á Seðlabankann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.