Íris Kristjana Stefánsdóttir lenti í miður skemmtilegri reynslu þegar hún var úti að skemmta sér á laugardagskvöldið síðasta.
Íris og kærasti hennar Gunnar Birgisson voru á göngu upp Laugarveginn þegar þau mæta karlmanni.
Hann kallar á okkur og segir okkur vera ljótt par. Við stoppum og spyrjum hvað hann sé að meina og þá spyr hann mig hvort ég sé ekki Taílensk,
segir Íris um tildrög atviksins.
Íris greinir manninum þá frá því að hún sé íslensk en hann heldur áfram og segir við hana að hún sé ekki íslensk heldur asísk.
Svo bendir hann á kærastann minn og segir: „Ert þú ekki Íslendingur? Stick with your own race!“ (Haltu þig við þinn eigin kynþátt).
Við þetta verður Gunnar kærasti Írisar mjög pirraður og gengur ákveðinn að manninum.
Honum langaði að ráðast á hann en sem betur fer gerði hann ekki neitt. Maðurinn labbaði svo skíthræddur í burtu frá okkur og segist í leiðinni vera stoltur rasisti.
Íris var miður sín eftir atburðinn og tók hún þessu mjög nærri sér.
Ég get ekki hætt að hugsa um þetta, þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem að mér líður eins og ég sé ekki velkomin hér á landi þótt að ég eigi íslenskan pabba og sé fædd og uppalin á Íslandi. Á mér virkilega að finnast óægilegt að labba úti á götunum hér á Íslandi og vera hrædd við að fólk dæmi mig af því að það sést á útliti mínu að ég er ekki alveg íslensk?