fbpx
Föstudagur 27.desember 2024

Tengsl og sjálfsumhyggja: ,,Það virðist vera auðveldara að tengjast í gegnum neikvæðni“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 10. mars 2018 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við mannfólkið erum tengslaverur og gætum ekki lifað án tengsla. Við myndum margskonar tengsl alla ævi, eins og við: Foreldra, systkini, maka, börn, vini, vinnufélaga og þar fram eftir götunum. Oftast er það svo að það verður ákveðið vanamynstur í birtingarmynd tengslanna, þ.e. hvers eðlis birtingarmyndin er.

Segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir í nýjasta pistli sínum um tengsl og sjálfsumhyggju.

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur

Við getum til að mynda skoðað vinnustað eða fjölskyldu og velt fyrir okkur um hvað er talað. í gegnum hvaða þætti er fólk að tengjast? Er það í gegnum umræður um það sem miður fer? Óréttlæti? Mistök annarra? Eða er það í gegnum þætti sem tengjast því að lyfta upp, læra og þroskast?

Ragnhildur segir almenna tilhneigingu mannfólks virðast tengjast í gegnum neikvæðni.

Það er ekki eitthvað sem ég fann upp, það hefur verið skoðað af mörgum. Það virðist á margan hátt vera auðveldara, eflaust á sama hátt og það er okkur að mörgu leiti eðlislægara að hugsa neikvætt og tengist því hver við vorum og hvernig við þurftum að lifa áður fyrr, skynja hættur og þess háttar.

Ef við veltum fyrir okkur sjálfsumhyggju í þessu sambandi

Það að vinna að því að þroskast sem manneskja á heilbrigðan hátt þá þurfum við að verða meðvituð um þau tengsl sem eru í lífi okkar. Til að fara inn í meðvituð, upplyftandi tengsl þarf maður á hugrekki að halda, eins skrítið og það hljómar. Erum við nægilega hugrökk til að fara út úr þessu vanamynstri manneskjunnar: að tengjast í gegnum neikvæðni?

Ragnhildur greinir frá því að ef skoðað er athugasemdakerfi fjölmiðla þá megi sjá yfirgnæfandi fjölda athugasemda sem tengjast neikvæðum þáttum.

Fólk kannast við sig og finnst það oft „heima” þegar það hópast saman í kringum það að gagnrýna eitthvað sem miður fer og ræða það afturábak og áfram. Ekkert er yfir gagnrýni hafið, það er ekki meiningin, heldur hitt að við getum valið hvernig við gagnrýnum. Öll tengsl tengjast á endanum tengslunum við okkur sjálf. Við horfum stöðugt í spegil, viljum við vaxa ? Það krefst hugrekkis því þá erum við ekki þátttakendur í gömlu vanamynstri. Ef við förum þá leið í lífinu að velja hvernig birtingarmynd við viljum hafa á tengslum okkar við aðra þá erum við að breyta tengslum okkar við okkur sjálf. Hvert viljum við fara ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Liverpool kom til baka og er með sjö stiga forystu

England: Liverpool kom til baka og er með sjö stiga forystu
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Jólasveinninn kom í heimsókn og úr varð blóðbað

Jólasveinninn kom í heimsókn og úr varð blóðbað
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?

Yfirsást þér þessi ástarsaga í Love Actually?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir að Guardiola eigi eftir að taka við stærstu áskoruninni: ,,Risastórt fyrir hvaða þjálfara sem er“

Segir að Guardiola eigi eftir að taka við stærstu áskoruninni: ,,Risastórt fyrir hvaða þjálfara sem er“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu

Héldu að 11 ára dóttirin væri heiladauð – 4 árum síðar vaknaði hún og skýrði frá öllu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aðeins til í að taka við tveimur liðum ef hann snýr aftur

Aðeins til í að taka við tveimur liðum ef hann snýr aftur
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana

Slepptu mjólkinni – Þetta er það vinsælasta til að setja út í kaffi þessa dagana
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum
Harmleikurinn í Halifax
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu rauða spjald Duran gegn Newcastle – Sanngjörn niðurstaða?

Sjáðu rauða spjald Duran gegn Newcastle – Sanngjörn niðurstaða?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mættur aftur í þjálfun eftir sex ára pásu

Mættur aftur í þjálfun eftir sex ára pásu