fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Marta glímir við mikið þunglyndi og kvíða eftir að hún hætti í neyslu: „Mér fannst enginn elska mig né vilja mig“

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 10. mars 2018 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marta Þórudóttir hefur í gegnum tíðina flakkað á milli þess að vera í kjörþyngd og yfirþyngd. Síðan Marta hætti í neyslu hefur hún glímt við mikið þunglyndi og kvíða sem hafa hamlað henni frá því að hugsa vel um heilsuna.

Eftir að ég átti Stefán Þór kom í ljós að Örn, unnusti minn, myndi ekki losna úr fangelsi á þeim tíma sem okkur hafði verið greint frá og síðan þá hef ég verið virkilega þunglynd. Ég náði þó að koma lyfjunum mínum á rétt ról, sætta mig við það að hann kæmi ekki strax heim og þegar það gerðist fór blaðið að snúast við og mér hefur liðið mikið betur,

Segir Marta í færslu sinni á Uglur.

Mamma mín var í yfirþyngd og pabbi minn líka svo ég er klárlega með genin í það. Ætli þetta hafi ekki farið úr böndunum þegar ég byrjaði í framhaldsskóla. Þá tók við erfitt tímabil þar sem móðir mín og stjúpfaðir skildu, ég var með lágt sjálfsálit, fannst ég ekki passa í hópinn og átti erfitt með sjálfa mig. Ég byrjaði því að borða tilfinningarnar í burtu, en þetta var bara upphafið á því að ég var að reyna að deyfa eitthvað.

Síðar hóf Marta að drekka mikið og djamma til þess að reyna að deyfa slæmar tilfinningar.

Mér fannst enginn elska mig eða vilja mig, leið eins og öllum þætti ég leiðinleg og asnaleg. Fljótlega var áfengi og matur ekki nóg til þess að deyfa mig og ég byrjaði í neyslu. Ég fór í afvötnun á vogi árið 2014 og þóttist vera edrú. Það var víst ekki sannleikurinn og um haustið sama ár hóf ég að sprauta mig. Það gefur auga leið að ég hafi grennst á því tímabili.

Stuttu síðar tókst Mörtu að verða edrú, halda vinnu og að standa sig ágætlega í lífinu.

Hóf að borða burtu tilfinningarnar upp á nýtt

En mér leið virkilega illa og fór að borða tilfinningar mínar aftur og viti menn, ég fitnaði enn eina ferðina.

Marta segir að hún hafi alltaf haft það hugarfar að elska sjálfa sig og að rakka sjálfa sig niður hafi ekki verið í boði þrátt fyrir þyngdina og stærðina.

Ég hef alltaf verið full sjálfstrausts þegar að útlitinu kemur, en inni í sálinni var ég svo brotin að ég lét það bitna á líkamanum mínum. Líkami minn á þetta ekki skilið, barnið mitt á ekki skilið að mamma sín geti ekki hlaupið með sér og leikið við án þess að kafna úr mæði. Ég vil lifa sem lengst og vera góð fyrirmynd fyrir barnið mitt og er það ástæðan fyrir því að ég hóf að mæta í einkaþjálfun.

Marta segir að það sé mikilvægt að elska sjálfan sig og að fólk þurfi ekki samþykki annara en að það skipti máli að maður hafi samþykki sjálfs síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist

Féllst þú fyrir þessari falsfrétt? – Ekki er allt sem sýnist
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?

Aron Einar byrjaði í Meistaradeildinni – Verður hann í landsliðshópnum á miðvikudag?
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara

Með nýrnabilun eftir að hafa borðað þrjá hamborgara
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“

Brynjar segir áherslur framboðsflokka farnar að taka á sig mynd – „Þýðir ekki að vera einhver lurða að hætti fyrrverandi borgarstjóra“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni

Áhyggjuefni fyrir United – Síðast þegar liðið skoraði svona lítið þá féll það úr deildinni
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi

Ásmundur Einar: Meiri skilningur á fjárfestingarþörf í fólki hjá núverandi fjármálaráðherra en þeim fyrrverandi
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“

Allt fór vel eftir áhættumeðgöngu – „Fullkominn lítill drengur“