fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025

8 góð ráð um sambönd, nánd og kynlíf frá Gerði Huld

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 10. mars 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Huld Arinbjarnardóttir er eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush.is. Allt frá því að Gerður stofnaði verslunina, einungis tuttugu og eins árs gömul, hefur hún sankað að sér góðri vitneskju um allt sem viðkemur samböndum, nánd og kynlífi. Gerður deilir hér með lesendum nokkrum góðum ráðum:

  1. Sleipiefni! Ef þið hafið ekki prófað sleipiefni saman eða í hvort í sínu lagi þá er komin tími til þess. Sleipiefni gerir alla snertingu og örvun mýkri og betri.
  2. Einföld leið til þess að kveikja neista og eiga gæðastund með hvort öðru er að fara saman í sturtu. Ég heyrði einu sinni um eldri hjón sem fara á hverjum morgni í sturtu saman og viðhalda þannig neistanum í sambandinu.
  3. Snerting er mikilvæg í daglegu lífi til þess að viðhalda spennu og ást. Haldist í hendur og sýnið hvort öðru ást á almannafæri jafnt sem heima fyrir. Það bætir sjálfstraust okkar í sambandinu og lætur okkur vera öruggari.
  4. Forleikur er lykillinn að góðu kynlífi og ekki má gleyma að hægt er að gera hann fjölbreyttan með því að bæta við kynlífstækjum eða færa hann út fyrir svefnherbergið.
  5. Eftirleikur er eitthvað sem fólk gerir aldrei nóg af. Ræðið um kynlífið þegar það er yfirstaðið. Þá geta báðir aðilar rætt hvað þeim fannst gott, hverju þeir vilja gera meira af eða prófa næst. Það bæði lengir gæðastund ykkar, býr til nánd og er frábær leið til þess að kynnast hvort öðru betur.
  6. Að veita hrós er eitthvað sem við gerum aldrei nóg af. Venjið ykkur á að hrósa makanum fyrir bæði stóra sem smáa hluti sem hann gerir. Það hvetur okkur til þess að langa að gera hlutina aftur og betur.
  7. Munið að það er mikilvægt að viðhalda barninu í sjálfum sér og ekki taka lífið of alvarlega. Skellið ykkur í rennibrautina í sundlauginni.
  8. Þakklæti er eitt af lykilatriðum þess að viðhalda góðu sambandi. Sýnum og segjum makanum okkar daglega hvað við erum þakklát fyrir. Það býr til jákvætt samskiptamynstur og smitar út frá sér jákvæðni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum

Neitar að staðfesta framlengingu á samningnum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs

Kortlagði hvenær ástarsambönd verða hættuleg – Átta stig sem leiða til morðs
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

England: Dramatík í sigri Chelsea – Wolves vann á Old Trafford

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.