fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024

Ragnhildur Birna um börnin sem samfélagið skilgreinir með hegðunarvandamál

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 7. mars 2018 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt í náttúrunni leitar jafnvægis. Það á við um ósjálfráða taugakerfið okkar eins og annað. Við höfum sympatíska taugakerfið sem ræsist upp þegar hætta steðjar að, við getum kallað það varnarkerfið. Það hjálpar okkur að bregðast hratt við, líkamlega, því sem við mætum. Þegar þetta kerfi er við stjórn erum við ekki að gera áætlanir fyrir framtíðina eða lesa okkur til ánægju, líkamlegt ástand okkar myndi ekki leyfa það, enda þarf að bregðast við ógn og öll okkar athygli fer í það,

segir Ragnhildur Birna Hauksdóttir fjölskylduráðgjafi.

Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur

Það sem ég er mikið hugsi yfir, er að ég hef þekkt mög börn sem hafa verið með varnarkerfið virkt dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár og hegðun þeirra í takt við það. Þau eru á varðbergi, tilbúin til þess að ráðast gegn ógn (fólki, umhverfi eða aðstæðum).

Ragnhildur segir að þegar varnarkerfið hefur verið virkt í langan tíma verði börn afar lunkin við það að verjast hverskyns ógn, ógn sem enginn annar kemur auga á.

Þau geta ekki einbeitt sér að löngum textum, eiga erfitt með að hlusta og skilgreina jafnvel atburði á allt annan hátt heldur en jafnaldrar þeirra. Þau sjá ekki ánægju í því sem önnur börn njóta. Þessi börn eiga erfitt með fjölmenni, enda fer mikil orka í að finna þær hættur sem þar leynast. Þau eiga stundum erfitt með að hlæja og geta ekki sleppt tökunum, bregðast hratt við og geta því ekki leyft hlutunum að hafa sinn gang. Hverskyns kæruleysi getur ógnað öryggi þeirra.

Þetta eru börnin sem samfélagið hefur skilgreint sem börn með hegðunarvandamál

Í þau rúmlega tuttugu ár sem ég hef unnið með börnum hef ég kynnst afar mörgum börnum með varnarkerfið virkt, af mismunandi ástæðum. Þessi börn eru með afar lélega sjálfsmynd, enda læra þau ung að hegðun þeirra er slæm, þau læra að þau séu slæm. Þessi börn verða oft reið með aldrinum. Það sem ég sé núna er að hegðun þeirra er ekki vandamál. Vandamálið er að heili þeirra er fastur í varnarviðbragði. Það er því ekki hægt að nálgast þau með því að kenna þeim nýja hegðun því við þurfum að vera í jafnvægi til þess að læra nýja hluti. Við þurfum að kenna þeim að treysta, öðruvísi komast þau ekki úr stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði

Forsvarsmaður fyrirtækis í Grindavík segir brottvísun lykilstarfsmanns mesta áfallið sem dunið hefur yfir síðustu mánuði
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Ragga um óraunhæf viðmið um útlit – „Drengirnir okkar eru líka í hættu“

Ragga um óraunhæf viðmið um útlit – „Drengirnir okkar eru líka í hættu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfa til Wissa eftir að hafa fengið stóru seðlana frá Chelsea

Horfa til Wissa eftir að hafa fengið stóru seðlana frá Chelsea
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

„Karen“ trompaðist þegar hún sá unga konu í stuttu pilsi og ákvað að grípa til sinna ráða – Sat svo sjálf eftir með sárt ennið

„Karen“ trompaðist þegar hún sá unga konu í stuttu pilsi og ákvað að grípa til sinna ráða – Sat svo sjálf eftir með sárt ennið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pálmi hættir strax og Óskar Hrafn tekur við – Fjórði starfstitill Óskar á tveimur mánuðum

Pálmi hættir strax og Óskar Hrafn tekur við – Fjórði starfstitill Óskar á tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því

Sagði dómaranum að kyssa á sér rassgatið – Hefði betur sleppt því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn á sunnudag en gæti endað sem aðstoðarmaður Óskars Hrafns í KR

Rekinn á sunnudag en gæti endað sem aðstoðarmaður Óskars Hrafns í KR
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma

Gísli Pálmi sektaður fyrir akstur undir áhrifum og án réttinda – Í annað sinn á skömmum tíma