fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025

7 vinir sem allar konur þarfnast

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 7. mars 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góð og sönn vinátta er gulls ígildi. Bandaríska kvennatímaritið Glamour tók saman lista yfir sjö gerðir vinkvenna sem allar konur verða að eiga.

 

Æskuvinkona

Hún man enn eftir villtu strákaóðu stelpunni sem lét engan segja sér hvernig hún ætti að gera hlutina. Hún þekkti þig og fjölskyldu þína þegar þú varst að vaxa úr grasi og þið deilið eflaust mörgum minningum. „Æskuvinir minna þig á að þú sért sama manneskjan og þú hefur alltaf verið,“ segir Rebecca G. Adams sálfræðingur í háskólanum í Norður-Karólínu. „Haltu í gömlu vinina. Þið þurfið ekki að vera í daglegu sambandi en notaðu tæknina og taktu upp þráðinn.“

Ný vinkona

Ólíkt krökkunum sem voru með þér í barnaskóla hefur nýja vinkona engar fyrir fram ákveðnar skoðanir á þér. „Mörg okkar festast í fari þegar við eldumst,“ segir Pamela McLean sálfræðingur frá Santa Barbara. „Með nýjum vinum kynnumst við nýjum hugunarhætti og nýjum aðstæðum. Þar að auki kynnumst við nýju fólki í gegnum aðra. Reyndu að kynnast nýjum vinum í vinnunni eða vingastu við foreldra vina barnanna þinna. Ef lítið gengur skaltu prófa nýtt áhugamál.“

Æfingavinur

Vinkonan sem þú æfir með dregur þig út að skokka þegar þú vildir frekar hanga í sófanum heima í stofu. Sérfræðingar eru sammála um að líkamsrækt, sama hvort það er ganga, golf, salsa dans eða eitthvað allt annað, sé það mikilvægasta fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. Góður vinur sem aðhyllist heilbrigðan lífsstíl gæti verið það sem þig vantar til að þú takir á þig rögg í ræktinni. Í rannsókn sem framkvæmd var af háskólanum í Connecticut kom í ljós að góður félagslegur stuðningur skiptir mestu máli þegar kemur að heilsurækt. Finndu vinkonu sem er í góðu formi og spurðu hvort þú megir slást í hópinn.

Yngri vinkona

Hvernig tekst þér að sameina stórt heimili, börn og langan vinnudag? Yngri vinkonur vilja læra af þér. Rannsóknir sýna að við viljum öll hjálpa öðrum – með því að elda eða með því að leiðbeina. „Sumar konur fá útrás fyrir þessa þörf í uppeldi barnanna en að leiðbeina öðrum fullorðnum einstaklingi getur verið virkilega gefandi,“ segir Rosemary Blieszner prófessor við Virginia Tech-háskólann. „Til að ná sem mestu út úr slíkri vináttu verður athyglin að vera í báðar áttir. Leyfðu yngri vinkonu að kynna fyrir þér nýja strauma og farðu með henni út á lífið.“

Vinir hans

Samkvæmt Kenneth Leonard, prófessor í klínískri sálfræði við SUNY-háskólann í Buffalo, er afar mikilvægt að tengjast vinum maka okkar. Í rannsókn Leonards kom í ljós að því betur sem fjölskyldur og vinir kynnast því hamingjusamari verða makarnir. „Til að eiga hamingjuríkt hjónaband er næstum jafnmikilvægt að leggja áherslu á að hleypa makanum inn í vinahópinn og að hleypa honum inn í fjölskyldu þína,“ segir Leonard.

Mamma þín

Yfir 85% kvenna sögðust eiga í góðu sambandi við móður sína í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum. Þar kom enn fremur í ljós að þótt oft slettist upp á vinskapinn milli mæðra og dætra væri samband þeirra yfirleitt afar sterkt. „Samband mæðgna skiptir miklu máli því þeim þykir svo vænt hvorri um aðra,“ segir Karen L. Fingerman, höfundur rannsóknarinnar, sem á ráð fyrir konur sem vilja eiga betra samband við mæður sínar:

  • Ef þú átt í erfiðleikum með að njóta tímans með mömmu þinni: „Hættu að reyna að breyta henni og einbeittu þér að því sem þið hafið báðar gaman af,“ segir Fingerman.
  • Ef þið rífist endalaust um sömu hlutina: „Þær konur sem eru bundnar mæðrum sínum sterkum böndum taka rifrildin ekki persónulega. Þær líta frekar á gagnrýnina sem speglun af vana mömmu sinnar.“
  • Ef þér finnst sambandið of mikið: „Dætur sem stóðu sig best í þessu voru þær sem vildu eyða enn meiri tíma með mömmu sinni. Í stað þess að segja alltaf nei þegar mamma þín stingur upp á einhverju finndu þá eitthvað annað sem þið hafið báðar áhuga á,“ segir Fingerman.

Þú sjálf

Ef þú ert eins og flestar okkar þá hendirðu öllu frá þér til að hjálpa nauðstöddum vini – en hugsarðu jafn vel um sjálfa þig? Pamela Peeke prófessor í klínískri sálfræði við háskólann í Maryland segir að til að við getum verið góðir vinir okkar sjálfra verðum við að þekkja okkur. „Ímyndaðu þér hvernig þér líður þegar þú verður ástfangin; hreinleikinn, heiðarleikinn, ástúðin, skilyrðislausa ástin sem þú upplifir. Ættirðu ekki að hugsa þannig til sjálfrar þín?“ spyr Peeke sem vill að við endurtökum fallegar setningar um okkur sjálfar.

Birtist upphaflega í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Zaha búinn að skrifa undir

Zaha búinn að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lánaður til nýliðanna

Lánaður til nýliðanna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.