fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024

Vandræðaleg óhöpp fyrir framan tengdó: „Hún veit ekki enn í dag að hún hafi borðað brjóstamjólkina mína“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 6. mars 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest allir lenda að minnsta kosti í einu vandræðalegu atviki yfir ævina, sumir sem eru örlítið óheppnari lenda jafnvel í nokkrum. En þeir sem eru sérstaklega óheppnir lenda í vandræðalegum atvikum fyrir framan tengdafjölskyldu sína og eru reglulega minntir á þau í gegnum ævina.

Blaðamaður hafði samband við nokkrar konur sem voru tilbúnar til þess að deila vandræðalegum atvikum sem þær höfðu lent í fyrir framan tengdafjölskyldu sína.

°°

Tengdamamma tók á móti pakka fyrir mig í gær og var frekar vandræðaleg þegar hún rétti mér hann. Ég hafði pantað mér bananabox á netinu og því var pakkað inn í svart plast. Hún sá því ekki hvað þetta var og hélt að þetta væri eitthvað allt annað.

 

°°

Ég grét í mat hjá tengdamömmu viku eftir að hafa fætt fyrsta barnið mitt af því að ég var með svo mikla gyllinæð.

°°

Fyrsta skiptið sem ég hitti tengdamömmu mína var um helgi. Ég og maðurinn minn fórum á ball sem hún þurfti að sækja okkur á mjög fljótlega eftir að við mættum vegna þess að ég var orðin svona ótrúlega drukkin. Kvöldið endaði svo þannig að ég ældi í baðkarið hjá henni og hún þurfti að hjálpa mér að taka linsurnar úr augunum. Ég hugsaði bara: „Oh jæja, ætli þetta samband endist hvort eð er eitthvað. Ég sé hana örugglega aldrei aftur.“ Við erum búin að vera saman í tíu og hálft ár.

°°

Ég var að gefa syni mínum stappaðan banana og hafði bætt slatta af brjóstamjólk útí. Kemur ekki fyrrverandi tengdamamma, grípur skeiðina og smakkar áður en ég gat komið út orði, svo sagði hún: „Vá hvað þetta er rosalega góður banani.“ Ég var eins og kleina og þorði ekki að segja henni að hún hafi verið að borða brjóstamjólkina mína og hún veit það ekki enn í dag.

°°

Heima hjá einum fyrrverandi kærasta heyrðist mikið á milli herbergja og eitt kvöldið vorum við að stunda kynlíf. Í miðjum klíðum heyri ég að foreldrar hans eru að því líka í herberginu við hliðina á.

°°

Við vorum einu sinni að stunda kynlíf og ég var ofan á honum, svo heyrum við hurðina opnast og tengdamamma labbar inn. Mér tókst að henda mér af honum og flækja mig inn í sængina á meðan hann lá ennþá á sama stað með gleiðar fætur og allt til sýnis fyrir mömmu sína.

°°

Fyrsta skiptið sem ég hitti tengdamóður mína var þegar ég og kallinn vorum að labba út úr herberginu hans kófsveitt og móð og það eina sem mér datt í hug að segja var: „ Við vorum í kitlustríði.“

°°

Tengdamóðir mín þáverandi fékk að vera viðstödd fæðingu dóttur minnar. Ég var eitthvað voðalega tæp í skapinu og þegar ljósmóðirin kemur til þess að mæla útvíkunnina hjá mér þá segir tengdamóðir mín blíðlega að hún skuli bíða frammi á meðan. En þetta fór eitthvað svo í taugarnar á mér að ég sagði mjög hvasst við hana: „Hvað heldur þú að ég sé með eitthvað sem þú hefur ekki séð áður!“

°°

Í fyrsta skiptið sem ég fór heim með fyrrverandi mætti ég pabba hans á leiðinni út um morguninn. Hann kynnti sig og ég svaraði: „Só, það er ekki eins og ég muni hitta þig aftur.“ Við vorum saman í 11 ár og eigum saman tvö börn. Það hefur mikið verið gert grín af þessu síðan.

°°

Mér var boðið í matarboð á páskunum til tengdaforeldra minna. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hitti þau ásamt bróður mannsins míns. Kvöldið byrjar þannig að ég var allt of fín, klædd í þröngan kjól og hælaskó á meðan þau voru í víðum buxum og peysum. Tengdapabbi var duglegur að endurfylla vínglasið mitt og þegar líður á kvöldið tók tengdamamma mín eftir því að ég væri ekki í neinum sokkum. Hún tekur mig því upp á aðra hæð til þess að lána mér hlýja og mjúka sokka. Á leiðinni niður stigann renna svoleiðis fæturnir undan mér og ég flýg niður stigann og renn inn á mitt stofugólfið á rassinum og fíni kjóllinn minn fór alveg upp fyrir magann. Ég lét eins og ekkert hafði gerst og þóttist ekki finna neitt til þó mér væri ógeðslega illt í rassinum. Þetta var árið 2013 og þau eru mjög dugleg að minnast á þetta.

°°

Þegar ég var um sextán ára gömul átti ég kærasta í smá tíma. Við vorum eitt skipti heima hjá honum þegar hann segist þurfa að fara að kaupa sér gel. Mamma hans segir honum að það sé heil túpa inni í herberginu hans. Þá segist hann vera nýbúinn að klára gelið svo það geti ekki verið. Móðir hans tekur þá upp á því að fara inn í herbergið hans og sækja „gelið“. Hún mætti fram með risa sleipiefni og eftir smá rökræður áttaði hún sig á því að þetta var ekki gel.

°°

Í fyrsta skiptið sem ég hitti alla stórfjölskyldu mannsins míns var í fermingu. Ég var í hvítri dragt og í boði var pottréttur í brúnni sósu. Ég sit við borð og er að borða, sting gafflinum í heldur seigan bita sem flýgur beint í fangið á mér. Ég sat sem fastast í sama stól það sem eftir var veislunnar en það versta var hversu margir vildu tala við mig. Ég þurfti svo að labba út með stóran brúnan blett í klofinu.

°°

Ég skildi aldrei af hverju mér fannst ég kannast svona við strákinn sem ég var að deita, kom því aldrei fyrir mér hvaðan fyrr en ég hitti pabba hans. Þá hafði hann reynt mikið á sig til þess að hafa samband við mig á Tinder og fá mig til þess að hitta sig, gafst ekki upp þrátt fyrir 30 ára aldursmun. Eftir að ég hætti svo að deita son hans sendi hann mér skilaboð á Facebook: „Jæja, hvað segir þú? Eiga menn núna möguleika? Ég veit að ég er miklu betri en stráksi 😉„

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
433
Fyrir 7 klukkutímum

Valdi hóp til æfinga á nýju ári

Valdi hóp til æfinga á nýju ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins

Glódís Perla og Orri Steinn knattspyrnufólk ársins
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“

„Þetta eru fyrirtækin að baki gervikjarasamningi Sveit og Virðingar“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“

„Fólk á líka að vera búið að versla mjólk, gos og nammi fyrir aðfangadag“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu

Dyraat hjá kennara endaði illa – Greip um úlnlið drengsins og dró hann að heimili sínu