fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025

Sigrún Sigurpálsdóttir glímdi við lotugræðgi: „Ég var farin að æla blóði“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 2. mars 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sigurpálsdóttir snappari glímdi við lotugræðgi í mörg ár þar sem hún vandi sig á að borða rosalega mikið af mat og kasta honum svo öllum upp strax í kjölfarið. Sigrún ákvað að opna sig varðandi veikindi sín í þeirri von að geta hjálpað öðrum í sömu stöðu.

Þetta byrjaði svona árið 2007, en árið 2008 var þetta alveg byrjað fyrir alvöru. Í rauninni byrjaði þetta bara af því að mér fannst ég þurfa að verða mjórri en ég var.

Sigrún tjáði sig opinberlega um sjúkdóm sinn á Snapchat og fékk í kjölfarið mikil viðbrögð. Sigrún gaf blaðamanni leyfi til þess að fjalla um veikindi sín.

Gerðar kröfur að hún myndi léttast

Sigrún segir að gerðar hafi verið kröfur um að hún ætti að léttast en vill þó ekki tjá sig nánar um hvaðan.

Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar ég tók ákvörðun um að æla matnum. Það gerðist eitthvað í hausnum á mér og allt í einu þá fattaði ég það að það væri náttúrulega besta hugmynd í heimi og myndi leysa öll mín vandamál ef ég færi bara að kasta upp öllum matnum sem ég borðaði. Það sem ég hélt að yrði lausn mín við öllum vandamálum varð að minni verstu martröð,

segir Sigrún þegar hún rifjar upp upphafið að átröskun sinni.

Á þessum tíma var ég að vinna frá 8–17 eftir það fór ég í ræktina í svona 40 mínútur, bara á brennslutæki. Síðan fór ég heim og hjólaði í klukkutíma.

Þrátt fyrir að líta út fyrir að vera hamingjusöm á þessari mynd þá segir Sigrún að henni hafi aldrei liðið jafn illa

Sigrún greinir frá því að henni hafi alltaf verið kalt. Hún hafi unnið í snjóbuxum og úlpu og að með tímanum hafi hún fundið að hún hafði sífellt minni orku.

Upplifði skjálftaköst og orkuleysi

Skiljanlega, því ég var ekki að gefa líkamanum neitt bensín. Ég fór að fá skjálftaköst og var í algjöru orkuleysi, gat varla stigið í fæturna.

Sigrún reyndi að leita sér hjálpar hjá heimilislækni en kom þar að lokuðum dyrum.

Ég fór til heimilislæknis og sagði honum að ég héldi að ég væri með átröskun. Hann bað mig þá um að lyfta upp bolnum svo hann gæti séð magann á mér og þegar ég gerði það þá sagði hann við mig: „Nei, nei, þú ert ekkert með átröskun, það er ekki hægt að sjá það, þú ert bara með fínan maga.“ Og fór svo að fræða mig um hvernig hægt væri að skafa af sér á skíðavélinni í ræktinni.

Þegar ættingjar og vinir Sigrúnar reyndu að skipta sér af því sem hún var að gera sér varð hún virkilega reið, enda taldi hún sig vita nákvæmlega hvað hún var að gera og væri með allt á hreinu.

Það er eins og hugurinn sé tekinn í gíslingu, það er eins og maður sé í fangelsi og maður getur ekki hugsað rökrétt.

Var komin með sár í hálsinn og ældi blóði

Ef Sigrún ferðaðist snerist allt um að skipuleggja fyrirfram hvar hún gæti skilað matnum.

Ég þurfti alltaf að vita hvar baðherbergið var, hverjir yrðu þarna og hvar ég gæti skilað matnum. Ég veit ekki hversu mörgum klukkutímum af ævi minni ég hef eytt ælandi. Lokuð inni á baðherbergi að æla. Það er hræðilegt að hugsa um þetta. Þetta var svo langt gengið stundum að ég var komin með sár í hálsinn og var farin að æla blóði.

Það var ekki fyrr en árið 2015 sem Sigrún lokað endalega dyrunum að fangelsinu sem lotugræðgin var og gekk í burtu.

Ég get ekki bent á neitt eitt sem varð til þess að ég hætti. Ég var komin með þrjú börn og þetta var ekki ég. Ég hætti að skoða allt á netinu sem lét mér líða svona illa, af því að þegar ég var sem verst þá gerði ég ekki annað en að skoða myndir af mjóum konum.

Konum stýrt í átt að sjúkdómnum

Sigrún segir að konum sé stýrt í áttina að þessum sjúkdómum.

Okkur er stýrt í þessa átt, að við þurfum að vera ógeðslega mjóar og flottar til þess að vera samþykktar, það er bara þannig. Við sjáum langmest myndir af glansmyndinni, þessu fullkomna, og okkur líður eins og við þurfum að vera þannig. En sem betur fer er það ekki þannig og ef það er einhver í lífi okkar sem krefst þess að við séum öðruvísi en við erum til þess að við pössum inn, þá eigum við að ganga í burtu. Við eigum ekki að þurfa að breyta okkur fyrir einhvern annan.

Sigrún segir að ákvörðunin um að byrja að svelta sig sé sú versta sem hún hafi tekið í lífinu.

Að halda að ef ég myndi æla matnum þá yrði ég hamingjusöm. Aðstandendum finnst maður oft vera vitlaus að gera þetta, og það að vera reiður við manneskjuna er það versta. Það er eins og bensín á eldinn. Þetta er bara sjúkdómur maður ræður ekkert við sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Leicester vann Tottenham á útivelli

England: Leicester vann Tottenham á útivelli
Fyrir 9 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!

Björn Jón skrifar: Við heimtum sólarsýn!
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?

Af hverju eigum við svona erfitt með að einbeita okkur?
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“

Ferðaðist til allra landa og var hrifinn af Íslandi – „Allt virkar og vegirnir eru í frábæru ástandi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bannar barnsmóður sinni að koma með: Virðist hafa lítinn áhuga á krökkunum – ,,Hann hló bara þegar hann heyrði af þessu“

Bannar barnsmóður sinni að koma með: Virðist hafa lítinn áhuga á krökkunum – ,,Hann hló bara þegar hann heyrði af þessu“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.