Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um líkamsrækt er ekki lífsstíll ef hana er eingöngu hægt að stunda í einu póstnúmeri.
Við gefum Röggu nagla orðið:
Naglinn hefur gert sér það lífsmottó að rækta skrokkinn óháð staðsetningu.
Þó skipt sé um póstnúmer.
Farið yfir landamæri.
Siglt yfir höf.
Flogið milli heimsálfa.
Þó maður sé staddur í svissnesku ölpunum í mínus átján og næsta ræktarpleis sé niður fjallið.
Búkinn skal ávallt hrista og svitna.
Teygja og tvista. Hoppa og hamast.
Það getur krafist rannsóknarvinnu að finna næsta musteri heilsunnar á nýjum stað.
Það þarf oft fyrirhöfn að koma sér á staðinn.
En stórar hindranir í veginum verða aldrei tæklaðar með auðveldum og þægilegum samræðum.
Hvort sem það er einræða í hausnum á þér eða samræður við aðra.
Æi.. ég nenni ekki að standa í þessu.
Er í fríi.
Ætla að njóta bara….
„Njódda – livva – slagga.“
En það má finna hreysti utan veggja ræktar með skokki, hoppi og hamagangi.
Það þarf ekki að þýða skipulagningu á G8 fundi að ætla að hreyfa sig í fríinu.
Skokkhringur er „sightseeing“ í leiðinni og alls staðar má finna almenningsgarða til ástundunar djöfulgangs í formi hringþjálfunar – froskahopp, fjallganga, hopp á bekk, armbeygjur má gera án nokkurs tækjabúnaðar.
Auðveldir valkostir = erfitt líf
Erfiðir valkostir = auðvelt líf
Það virðist nefnilega alltaf vera vonlaust þar til það er yfirstaðið. Og framtíðarsjálfið þakkar þér fyrir vesenið.
Þetta er ekki lífsstíll ef þú getur eingöngu stundað heilsuna í einu póstnúmeri heimsins.